20.3.2009 | 21:31
Óháður fjölmiðill sem lýtur ritstjórn Vinstri grænna
Þetta er merkileg frétt. Það vill oft bregða við í umræðu að einstaklingar hafa mismunandi skilning á orð og hugtökum.
Mér finnst til dæmis þessi setning sem finna má í fréttinni vera þversögn, í mínum huga stenst hún ekki:
Það sem stendur upp úr er að við ákváðum að láta gamlan draum rætast og hleypa af stokkunum vefriti, Smugunni. Nú sem aldrei fyrr er þörf á öflugum vefmiðli sem lýtur ritstjórnarstefnu okkar, þó að sjálfsögðu sé um óháðan miðil að ræða.
Hér talar framkvæmdastýra Vinstri grænna. Henni finnst hinsvegar, ólíkt mér, ekkert athugavert við að kalla fjölmiðil sem lýtur ritstjórnarstefnu Vinstri grænna óháðan.
Auðvitað er ekkert að því að VG eigi stóran part í fjölmiðli sem lýtur ritstjórnarstefnu flokksins, en ég held að fáir fallist á að slíkur fjölmiðill sé óháður.
Bráðum heyrum við sjálfsagt af ríkisfyrirtækjum sem keppa á markaði alveg óháð og án afskipta hins opinbera.
En það er ekkert nýtt að ýmsir vinstrimenn hafi frjálslega túlkun á hugtakinu óháður. Þannig hafa ýmsir þeirra verið í framboði á listum vinstriflokka sem "óháðir frambjóðendur". Þeir sem fyrst koma upp í hugann eru þeir Ögmundur Jónasson og Dagur B.
P.S. Mig minnir að þegar Smugunni var komið á fót, hafi verið talað um VG sem "bara" einn af hluthöfunum.
Gamall draumur rættist með Smugunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 21:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.