19.3.2009 | 13:36
Skrýtin og arfaslök hugmynd
Það þarf í sjálfu sér ekki að búast við miklu þegar tveir af helstu lýðskrumurum Íslenskra stjórnmála, Kristinn H. og Björgvin G. eru sammála. En ég held þó að þessi tillögugerð sé svo vitlaus og arfaslök að það hljóti jafnvel að vekja undrun, þó að hún sé frá Kristni komin.
Ekki væri það mér á móti skapi að VG, Samfylking, Framsókn og Frjálslyndir rynnu saman í einn flokk. Mér finnst það ekki líklegt, en er það ekki á móti skapi. Það mælir heldur ekkert á móti því að flokkar tilkynni fyrir kosningar að þeir muni starfa saman, eða ekki starfa með öðrum, nú eða ekki með einum ákveðnum flokki. Slíkt er öllum frjálst. Að skylda framboð til að gera slíkt með lögum er ólýðræðislegt og svo stjórnlyndislegt að mér verður um og ó.
Hitt að eins margir listar og hverjum dettur í hug, geti tengt sig saman og þannig notið atkvæða hvers annars er arfaslök og. Sá möguleiki er þó til að framboð geti spyrt sig saman (er það ekki örugglega í gildi ennþá) og gæti því Samfylkingin til dæmis boðið fram SS lista á Suðurlandi. Pylsukeimur af því, en ekkert sem kæmi í veg fyrir það.
Rökin fyrir því að Samfylkingin ætti að fá mann á þing, vegna þess að t.d. "sjálfstæður listi" ætti dálítið af "ónýttum" atkvæðum er hins vegar eitthvað sem ég hef ekki séð, eða skil hvers vegna ætti að vera.
Hver skyldi annars vera skilgreiningin á "sjálfstæðum lista"?
Hér virðist mér vera á ferðinni enn ein tilraun Íslenskra vinstrimanna til að breyta kosningalögum stuttu fyrir kosningar, líklega sjálfum sér í hag.
Þetta er einkennileg tillögugerð, lyktar af lýðskrumi en undir yfirborðinu glittir í eiginhagsmunapot.
Íslenskir vinstrimenn ættu að sameinast, en ekki að reyna að sveigja Íslenskar kosningareglur að sundruðum veruleika sínum.
Björgvin G.: Styður frumvarp um kosningabandalög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta kerfi er víða við líði, t.d. í Danmörku þar sem listar geta verið í bandalagi svo atkvæði falli ekki eins mikið dauð niður. Sé ekki annað en að þetta væri til bóta.
Héðinn Björnsson, 19.3.2009 kl. 16:44
Persónulega sé ég engar bætur í þessu? Hvers vegna sameinast þessir flokkar hreinlega ekki, ef ekki á að skilja á milli þeirra atkvæðalega séð?
Svo er möguleikinn til að bjóða fram XX lista, sem samnýtir þá atkvæðin, eftir því sem ég best veit.
En sameiginlegir listar fækka auðvitað "höfðingjunum" sem auðvitað er erfitt að sætta sig við.
En það er auðvitað lang best fyrir flokka að vera með sameiginleg framboð, ef þeir ætla ekki að vinna með neinum öðrum eftir kosningar. Þá er líka boðin fram sameiginleg stefna, en ekki innihaldslaus loforð sem síðan er afsakað að ekki sé hægt að efna, með því að benda á samstarfsflokkinn.
Besta dæmið um slíka samvinnu sem skilaði sameiginlegum lista og sameiginlegri stefnu er auðvitað R-listinn.
Er það fordæmi eitthvað fyrir vinstrimenn að hræðast?
G. Tómas Gunnarsson, 19.3.2009 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.