17.3.2009 | 15:29
Hvenær á að breyta stjórnarskránni
Vildi hér vekja athygli á góðum þætti af Fréttaaukanum á síðastliðið sunnudagskvöld. Þar er fjallað um stjórnarskrárbreytingarnar sem nú liggja fyrir Alþingi.
Ég sannfærðist endanlega um hve áherslur núverandi ríkisstjórnar og meðreiðarsveina hennar úr Framsóknar og Frjálslyndaflokknum, í þingstörfunum eru rangar, kolrangar og illskiljanlegar.
Kraftur og tími er settur í breytingar á stjórnarskrá sem eru vafasamar, gerðar í flýti og reynt að keyra fram af offorsi.
Kraftur og tími sem ætti frekar að beina að efnahagsmálum og fjármálum. Hvar eru annars þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin boðaði og eingöngu biðu þess að búið væri að skipta um bankastjóra Seðlabankans?
Hvet alla til að horfa á Fréttaukann, gott og vandað sjónvarpsefni.
Síðan er auðvitað öllum hollt að velta því fyrir sér hvers vegna er þörf á því að breyta stjórnarskránni nú, ef meiningin er að eyða 2. milljörðum í stjórnlagaþing? Er þá ekki rétt að það sjái um breytingarnar.
Tek það fram að ég er fylgjandi stjórnlagaþingi, þó að ég setji fyrirvara um að skella því á strax. Er ekki rétt að velta því fyrir sér hvort að 2. milljarðar komi að betri notum annars staðar, akkúrat núna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er þér hjartanlega sammála nafni !!!
Bestu kveðjur,
Tómas Ibsen Halldórsson, 18.3.2009 kl. 01:46
nei þeir koma ekki að betri notum annarsstaðar.. það þarf að gera allt til að breyta stjórnarskránni sem fyrst...
Hinrik Þór Svavarsson, 18.3.2009 kl. 09:59
Þó að ég sé fylgjandi breytingum á stjórnarskránni (það eru margir, þó að þeir séu ekki endilega fylgjandi sömu breytingunum) þá liggur ekki á. Það er ekki stjórnarskráin sem stendur í vegi fyrir aðstoð við heimilin og fyrirtækin í landinu.
Það skiptir því ekki öllu máli hvort að kosning til stjórnlagaþings er einu eða 2. árum fyrr eða síðar.
Stjórnarskrárbreytingar þurfa tíma og umræður. Þar gildir ekki flýtir eða offors, sem því miður virðist einkenna núverandi stjórnarflokka.
G. Tómas Gunnarsson, 18.3.2009 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.