11.3.2009 | 14:29
Ófúsi foringinn
Því meira sem fjallað er um forystukreppu Samfylkingarinnar fæ ég það á tilfinninguna að ég sé að horfa á "hannaða atburðarás", leikrit. Fæ á sama tíma það sem kallað er nú til dags "aulahrollur".
Það blasir við að það finnst ekkert foringjaefni í Samfylkingunni nema Heilög Jóhanna. Ekki það að í flokkinn vanti þá sem gjarna vildu vera foringjar, heldur hitt að það vantar þá sem aðrir flokksmenn sjá foringja í.
Þess vegna er Jóhanna eini raunhæfi kosturinn.
En eftirsókn eftir völdum hefur ekki sama sjarma og þegar einstaklingar "lenda í því" að verða foringjar, sérstaklega þegar það er eiginlega gegn vilja þeirra. Það er eitthvað sjarmerandi við það þegar einstaklingar fallast á að fórna sér fyrir heildina og leiða hana til velsældar - aðeins og eingöngu vegna fjölda áskoranna og traustsins sem þeir finna fyrir að borið er til þeirra.
Í öllum þessum áskorunum og traustsyfirlýsingum er auðvitað ekkert öflugra (né umhverfisvænna) en blysför, sérstaklega ef blysin eru seld á vægu verði.
Endirinn?
Eftir að búið er að tryggja ríflega daglega fjölmiðlaumfjöllun og Samfylkingarfólk hefur haft tækifæri til að skrifa allar lofræðurnar og traustsyfirlýsingarnar á bloggsíður sínar og þylja þær í fjölmiðlum, er þá ekki lang líklegast að Heilög Jóhanna taki hrærð yfir traustinu, við keflinu, verði formaður og þakki samherjum sínum fyrir öll skeytin, hvatninguna og blysförina?
Svo verður hún formaður eitthvað fram á næsta kjörtímabil, þegar hún ákveður að standa upp og Dagur B. verður formaður - án þess að þurfa að ganga í gegnum kosningu.
Blysför til Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hef reyndar sömu tilfinningu. Það er verið að möndla en þau eru ekki nógu klók og aumingja Jóhanna fattar það líka. Þessi er að koma hinum að en einhver annar vill það ekki. Pínlegt að það skuli aldrei vera hægt að leggja spilin á borðið og leyfa fólki að velja út frá raunverulegum hugsjónum verðandi formanns.
Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 12:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.