10.3.2009 | 15:55
Alþýðlegt og þjóðlegt
Mér finnst ég verða var við að yfirbragð þeirra sem nú eru að taka þátt í prófkjörum og forvölum og reyna allt hvað þau geta að komast fjölmiðla, er léttara en áður.
Bindisleysi, gallabuxur og annar "frjálslegur" klæðnaður sést æ oftar og lopapeysur eru líklega að verða "inn". Það er enda ekki vænlegt til vinsælda að líta út eins og fjárfestingabankamaður.
Ég held að þetta sé af hinu góða, þó að "ímyndarsköpunin" geti verið jafn gervileg í þessa átt eins og hina.
En þingmanna "steríotýpan" hafði tvímælalaust gott af smá upplyftingu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.