"Sambands" þversögnin - Sækjum um en segjum nei

Þessi skoðanakönnun gefur óneitanlega nokkuð skondna niðurstöðu.  Meirihluti Íslendinga vill samkvæmt henni fara í aðildarviðræður við "Sambandið" en vill ekki ganga í það.

Það er svona eins og hugsunin sé, að ef þeir gefa okkur nú alveg frábæran samning, gefa okkur fullt af peningum og láta allt okkar vera, þá má nú athuga málið.

Það er engu líkara en margir telji að Íslenskir samningamenn muni snúa samningamenn "Sambandsins" niður og koma heim í farteskinu með svo frábæran samning að það verði ekki hægt að neita honum.  Svona eins og þegar Jón Baldvin fullyrti um árið  að Íslendingar hefðu fengið "allt fyrir ekkert" þegar gengið var í EES/EEA.  Sami maður gengur svo um í dag og fullyrðir að svo mikið fullveldisframsal hafi átt sér stað með aðildinni að eina ráðið sé að ganga í "Sambandið".  Hvort að fullveldisafsalið flokkist undir ekkert, er spurning sem aldrei hefur verið svarað af honum.

En að hluta er þetta einfaldlega bergmál frá stjórnmálamönnum, sem hafa reynt að finna lausn sem getur friðað ólíka hópa innan flokkanna.  Meirihluti í öllum flokkum nema Samfylkingu er á móti "Sambandsaðild", en það þarf að henda "beini" til þeirra sem eru áfram um aðild.

En auðvitað er hægt að gera séra nokkuð góða grein hvað fengist í aðildarviðræðum við "Sambandið".  Ef skoðuð eru fordæmin og samningar annarra þjóða er hægt að komast að líklegri niðurstöðu, þá að vissulega sé ekki hægt að fullyrða um öll smáatriði.

Það er ennfremur hollt að hafa í huga að "Sambandið" er ekki fullmótað bandalag, nú eða ríki, og tekur stöðugum breytingum.  Flestar hafa breytingarnar og breytingatillögurnar miðað að frekari samruna ríkjanna og sterkari yfirstjórn "Sambandsins". 

Ég held að flestir ættu að geta gert sér grein fyrir því hvaða þýðingu það hefði fyrir smáríki eins og Ísland.

Það er því alger óþarfi að efna til samningviðræðna þegar næsta ljóst er að ekki fengist samningur sem væri ásættanlegur fyrir meginþorra Íslendinga.

Þeim peningum og tíma stjórnmálamanna væri betur varið í annað.


mbl.is Flestir vilja aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Mér finnst þetta eitthvað skrítin könnun. Er hægt að fá aðild að ESB án þess að fara fyrst í aðildarviðræður? Ég held ekki.

Er ekki bara eðlilegt að byrja á viðræðum? Væri ekki argasta óráð að fá aðild án viðræðna (ef það er þá hægt)?

Kristján G. Arngrímsson, 9.3.2009 kl. 20:18

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Vissulega er byrjað á því að fara í aðildarviðræður ef þjóðir vilja ganga í "Sambandið".  Mér er ekki kunnugt um neina aðra leið.

En Íslendingar vilja (samkvæmt þessari könnun) fara í aðildarviðræður, en ekki ganga í "Sambandið".

Ef til vill nokkur þversögn í því falin, en svona er nú niðurstaðan samt.

Mér finnst reyndar lang eðlilegast að sleppa aðildarviðræðum sem og aðild, en það er önnur saga.

G. Tómas Gunnarsson, 9.3.2009 kl. 20:50

3 identicon

Ég spyr, hvernig er hægt að vera hlyntur aðild að sambandinu þegar aðildarviðræður hafa ekki átt sér stað?

Myndir þú skrifa undir kaupsamning af húsi án þess að fara og skoða það? Án þess að vita hvað er í samningunum? Án þess að vita hvaða lánakjör þú færð í bankanum?

Við vitum ekki og getum ekki vitað hvað kemur út úr samningaviðræðum og þess vegna getur almenningur ekki tekið raunhæfa afstöðu.

Staða Íslands er mjög slæm og við verðum að leita allra leiða til að bæta hag okkar og þá má ekki slá svona útaf borðinu án þess að vita hvað í því felst.

Ég treysti því að allmenningur fái að kjósa um aðild eftir að raunhæfur og sangjarn samningur liggur fyrir og að vel upplýst umræða tryggi að hagsmunir fjöldans ráði þar úrslitum. Hvort sem það er að ganga inn eða ekki.

Hvað er það annars sem er svona hættulegt við að fara í aðildarviðræður?

Tumi Þór Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 12:08

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Svo að haldið sé áfram með dæmisöguna af húsinu, hef ég oft séð hús sem ég þarf ekki frekari upplýsingar um til að segja að ég hafi ekki áhuga á því að eignast það.

Það er ekkert hættulegt við það að fara í aðildarviðræður.  Það getur þó ekki talist jákvætt þegar þær eru settar fram sem hitt eina bjargarráð og því sem næst allsherjarlausn.

En ég tel aðildarviðræður óþarfar nú, þar sem þeim tíma og peningum sem í þær færu sé betur varið í annað.

G. Tómas Gunnarsson, 10.3.2009 kl. 13:49

5 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Það er til neitt í þessu ferli sem heitir aðildarviðraæður. Við sækjum um aðild ESB og síðan er farið í viðræður

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 10.3.2009 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband