8.3.2009 | 13:55
... en hann skaffar vel - Logan's Run
Það er ýmislegt sem vekur athygli í þessum úrslitum Samfylkingarinnar í Norðaustri.
Kristján Möller vinnur ágætis sigur, þó að hann sé undir 50%, þá verður þetta að teljast þokkalegur árangur hjá "gamaldags kratapólítíkus" á þeim dögum sem krafan um endurnýjun er hávær. En eins og einn orðaði þetta í tölvupósti til mín: "... hann hefur orð á sér fyrir að skaffa vel."
Hinn þingmaður flokksins í kjördæminu fær hins vegar "rassskellingu" og nær ekki á topp 10 eftir því sem mér hefur skilist.
Sigmundur Ernir kemur ótrúlega sterkur inn hjá flokknum, en ég set stórt spurningamerki við hvernig hann virkar á almenna kjósendur, alla vegna frá því sem ég heyri þaðan. Hef ekki trú á því að hann dragi til flokksins.
Svo verð ég auðvitað að óska Loga Má til hamingju með þriðja sætið (þó að hann sé færður niður í það fjórða). Fínn árangur hjá honum og gott að einhver Akureyringur sitji ofarlega á listanum. Logan's Run For Parliament er ágætis titill og fjórða sætið ætti að geta skolað honum inn í þing í einhverja daga ef forföllin og fríin raðast vel upp.
Annað sem vekur athygli er slakt gengi Benedikts Sigurðarsonar og svo hve í raun fáir taka þátt í prófkjörinu þar sem það var opið og einnig var um netkosningu að ræða. Það er freistandi að álykta út frá því að Samfylkingin sé ekki að trekkja í kjördæminu.
P.S. Nú koma engar tölur um hvað margir greiddu atkvæði á þessum eða hinum staðnum, en skratti væri gaman að vita hvað margir greiddu atkvæði á Siglufirði.
Kristján Möller efstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.