2.3.2009 | 19:31
Innflytjendamálaráðherra Manitoba kemur til Íslands á morgun
Það má lesa um það í frétt Winnipeg Freepress að von sé á innflytjendamálaráðherra Manitobafylkis sé væntanleg til Ísland á morgun (þriðjudag). Það kemur fram í fréttinni að hún eigi líklega ekki von á "Obama móttökum", en reiknað sé með að henni verði gefið bæði matur og vín.
Erindi hennar er að bjóða Íslendingum upp á auðveldari leið (fast tracking) til að flytjast til Kanada í lengri eða skemmri tíma, hjálp og hraðari meðferð í gegnum innflytjendapappírsfarganið (hræðilega langt orð, en það á líklega vel við í þessu tilviki).
Þeir geirar sem þeir Manitoba menn hafa mestan áhuga fyrir að draga til sín fólk eru: Tölvutækni, líftækni, jarðhita, heilsugæslu og félagsþjónustu.
Hugmyndin virkar þannig að fyrst fá menn 6. mánaða bráðabirgðaatvinnuleyfi, en ef þeir hafa eftir þann tíma tilboð um fasta atvinnu geta þeir sótt um að setjast að í Kanada (permanent residence).
Það er ekki að efa að margir hafa áhuga á því að leita hófanna í Kanada, hér er tilveran ágæt og ástand almennt gott, þó að atvinnuástandið sé vissulega misjafnt eftir því hvar borið er niður í landinu.
Sjálfur hef ég aðeins einu sinni komið til Manitoba og það að sumarlagi. Það fyrsta sem vekur athyglina er hve flatt flandið er. En það var skemmtilegt að keyra þar um Íslendingaslóðir.
En þar er kalt á vetrum, ekki óalgengt að heyra af 30 til 40 stiga frosti, en sjá má veðrið í Winnipeg hér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.