18.2.2009 | 16:02
Skynsamir Svíar
Ég held að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá Svíunum. Ef Saab er á leið á höfuðið er einfaldlega best að fyrirtækið fari á höfuðið.
Mun betra að nota opinbert fé í annað en að rétta við vonlítil fyrirtæki.
Ég las einhversstaðar fyrir stuttu að áætluð framleiðslugeta bílaverksmiðja í heiminum væri u.þ.b. 100 milljónir bíla á ári. Reiknað væri með að eftirspurnin yrði í kringum 60 milljónir árlega á næstunni.
Það er því ljóst að það samkeppni á bílamarkaði verður blóðug á næstu árum og næsta víst að einhverjir munu ekki standast hana. Það er því í besta falli varhugaverð fjárfesting að setja fúlgur fjár inn í bílaframleiðendur sem hafa staðið sig illa á undanförnum árum.
Persónulega líst mér afar illa á fyrirætlanir Bandarískra og Kanadískra stjórnvalda um að dæla fé inn í bílaiðnaðinn. En sterk verkalýðsfélög (margir kjósendur) og erfitt atvinnuástand er blanda sem flestir stjórnmálamenn eiga erfitt með að standast.
Svíar ætla ekki að bjarga Saab | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.