17.2.2009 | 19:17
Hvers vegna eiga skattgreiðendur að borga á fjórðu milljón í árslaun til formanna stjórnmálaflokka?
Það er ákaflega þarft verk hjá VefÞjóðviljanum að vekja athygli á því að skattgreiðendur hafa undanfarin ár (allt frá samþykkt svokallaðra eftirlaunalaga, sem þó fjölluðu um ýmisleg annað) greitt formönnum stjórnmálaflokka, sem sitja í stjórnarandstöðu (eða eru ekki ráðherrar) á fjórðu milljón króna árlega fyrir þau störf sem flokkssystkini þeirra hafa kosið þá til að rækja.
Hvers vegna eiga skattgreiðendur að borga formönnum flokka (hvort sem þeir eru ráðherrar eður ei) laun? Hver er réttlætingin á bakvið slíkar greiðslur?
Þetta er ekki embætti á vegum hins opinbera, ekki á vegum þingsins, heldur á vegum hvers flokks fyrir sig.
Auðvitað ættu þingmenn að sjá sóma sinn í því að fella þessar greiðslur niður.
Sömuleiðis er full þörf á því að draga úr greiðslum (helst fella niður) greiðslum hins opinbera til stjórnmálaflokka. Stjórnmál eiga ekki að vera ríkisrekin.
P.S. Rakst líka á skratti góða frétt á www.amx.is Þar segir frá því að það virðist vera orðið svo lítið að gera hjá greiningardeildum ríkisbankanna að þær eru farnar að fást við stjórnmálaskýringar. Hvers vegna ríkið er að halda úti slíkum deildum er svo meiri spurning.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:21 | Facebook
Athugasemdir
Í stuttu máli þá virðast starfandi pólitíkusar hafa nokkuð frítt spil hvað það varðar að láta almenning borga þeim laun fyrir að tilheyra yfirstétt. Á þessum tímapunkti er borgarfulltrúi Framsóknar að skýra það fyrir fréttakonu Kastljóss að það hafi ekkert verið við það að athuga að hann hélt 25 sveitarstjórnarfulltrúum flokksins utan af landi boð í Ráðhúsinu á kostnað borgarbúa.
Þessi hópur hefur fjárveitingavaldið og snýr því fyrst og síðast að sjálfum sér.
Mál að linni.
Árni Gunnarsson, 17.2.2009 kl. 20:06
Það er rakasta spilling að mínum dómi að þingmenn ákvarði slíka hluti sjálfir fyrir sig.
EE elle
EE (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 21:22
Kröfur landsmanna eru alveg í allar áttir. Þingmenn mega ekki eiga fyrirtæki, þingmenn meiga ekki sitja í stjórn stórfyrirtækja. Og svo núna að þingmenn meiga ekki þiggja laun frá ríkinu.
Ég er reyndar þeirrar skoðunnar að þingmenn eigi að vinna sína vinnu og vera bara hver annar skattgreiðandi nema að hann hljóti embætti sem ráðherra og þá þykir mér það þó í lagi að hann sitji áfram í stjórn einhverra félaga svo lengi sem það bitni ekki á þingstörfum hans ( þeas taki ekki af tíma hans, og hafi ekki áhrif á aðgerðir hans sem ráðherra )
En hvaðan villt þú þá að þingmenn fái greitt ???
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 22:27
Það er enginn að tala um að þingmenn eigi ekki að fá laun sín frá skattgreiðendum (ríkinu). Þeir eru enda kosnir af þeim sömu skattgreiðendum til að sitja á Alþingi.
En það að vera formaður stjórnmálaflokks er ekki opinbert embætti, ekki til þeirra stofnað að ríkinu, né hefur hinn almenni skattgreiðandi nokkuð um það að segja hver gegnir embættunum.
Það er því ástæðulaust að skattgreiðendur borgi sérstök laun til formanna stjórnmálaflokka (ef þeir sitja á Alþingi og eru ekki ráðherrar).
Ef þau embætti eiga að vera launuð, er rétt að flokkarnir standi straum af þeim kostnaði.
Stjórnmálabarátta á ekki að vera ríkisrekin.
G. Tómas Gunnarsson, 17.2.2009 kl. 22:31
Já auðvitað, ég hef lesið þetta eitthvað vitlaust hjá þér :)
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 22:38
Þetta vissi ég ekki. Er alveg sammála þér. Það á að breyta þessu strax.Erum við skattgreiðengur virkilega að borga formönnum flokkana laun fyrir að vera formenn? Ég er alveg hissa!!!!
Ína (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 01:29
Mjög, mjög þarft mál að ræða.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 18.2.2009 kl. 02:18
Já, þetta atriði hefur ef til vill ekki fengið þá athygli sem það á skilið.
Að hluta til hlýtur þar að vera að sakast við fjölmiðlamenn.
Engum fjölmiðlamanni virðist til dæmis hafa fundist eðlilegt að spyrja Steingrím J. Sigfússon, Guðjón Arnar Kristjánsson og Ingibjörgu Sólrúnu hvort að þeim fyndist eðlilegt að skattborgarar greiddu þeim með þessum hætti fyrir að vera formenn flokka sinna.
Líklega hefur fjölmiðlamönnum þótt þetta alveg sjálfsagt, eða alla vegna ekki vert frekari umfjöllunar.
G. Tómas Gunnarsson, 18.2.2009 kl. 02:29
Ætli Stulli trukkabílstjóri sé þá kominn á Formannalaun, stofnaði hann ekki framkvæmdaflokkinn eða hvað hann nú kallaði þetta.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 16:07
Nei, eingöngu formenn flokka sem eiga menn á Alþingi (að ég held lágmark 4.) og eru ekki ráðherrar fá þetta álag á laun sín.
Sigmundur Davíð er því að ég best veit ekki á slíkum launum. Ómar Ragnarsson að sjálfsögðu ekki heldur. En Steingrímur J. var á slíkum launum, Guðjón Arnar sömuleiðis (spurning hvort að þau hafa fallið niður þegar Jón M. sagði sig úr þingflokknum), Ingibjörg Sólrún á slíkum launum á síðasta kjörtímabili og Össur á undan henni. Guðni og Valgerður hafa svo verið á slíkum launum á þessu kjörtímabili (Valgerður þó afar stutt).
G. Tómas Gunnarsson, 18.2.2009 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.