Er ekki best að Alþingi höggvi á hnútinn?

Hvort að leyfa eigi hvalveiðar eður ei hefur vafist mikið fyrir Íslenskum stjórnvöldum undanfarin ár.  Nú er málið í hnút og hálfgert deiluefni á milli fyrrverandi og núverandi stjórnvalda.

Fráfarandi sjávarútvegsráðherra leyfði þær "korter fyrir lokun", og nýr sjávarútvegsráðherra hefur heitið að endurskoða ákvörðunina og hefur þegar sent út "viðvörun" til hagsmunaaðila eftir því sem mér skilst.

Meirihluti Íslendinga er hlynntur hvalveiðum, í það minnsta ef marka má skoðanakannanir.

Er þetta ekki mál sem best færi á að sjávarútvegsráðherra skyti til Alþingis?

Sýni með afgerandi hætti að hann sem handhafi framkvæmdavaldsins ætli ekki að "valta" yfir þingið, heldur hlusta á það og leyfa því að sýna vilja sinn?  Styrkja þingræðið og leyfa þinginu að taka þessa ákvörðun.

Væri það ekki í anda lýðræðis, styrkti þingræðið og kæmi málinu úr klemmu?

Væri ekki rétt að sjávarútvegsráðherra leyfði Alþingi að setja fram vilja sinn, t.d. í næstu viku?

Varla verður því trúað upp á Steingrím J. að hann ætli sér að taka einhverja geðþóttaákvörðun í þessu máli og hundsa vilja Alþingis, hvað þá þjóðarinnar (samkvæmt skoðanakönnunum).

En þetta eru spennandi tímar.


mbl.is Meirihluti fylgjandi hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll. Það var einmitt ákvörðun Alþingis með atkvæðagreiðslu þar um fyrir nokkrum árum síðan að sjávarútvegsráðherra ákvað að leyfa hvalveiðar í atvinnuskyni á ný fyrir þremur árum og svo aftur nú. Vilji Alþingis er að leyfa skuli hvalveiðar í atvinnuskyni. Það hefur ekki verið afturkallað. Sjálfstæðisflokkur, framsókn og hluti Samfylkingar mun greiða því atkvæði ef út í það færi.

Sjávarútvegsráðherra er með þessu að fara að yfirlýstum vilja ALþingis, enda Alþingi sem ræður þessu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.2.2009 kl. 10:46

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þakka þér fyrir þetta innlegg.  Ég vissi að ákvörðunin byggir á samþykkt Alþingis, en er það ekki rétt hjá mér að núverandi þing hefur ekki fjallað um málið (þ.e. núverandi þingmenn hafa ekki greitt atkvæði um málið).

Það ætti því að geta leyst úr flækjunni að láta þinginu einfaldlega eftir að ákveða niðurstöðuna, þá sést vilji einstakra þingmanna sem þingsins í heild.

Eru ekki líka allir að tala um að það þurfi að styrkja þingið á móti framkvæmdavaldinu?

G. Tómas Gunnarsson, 4.2.2009 kl. 14:46

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þetta eru meira og minna sömu þingmennirnir og greiddu atkvæði á sínum tíma. Þeir vita sömuleiðis innbyrðis um afstöðuna þar eins og hún er núna. Stuðningur mun hafa síst minnkað um árin sem liðin eru.

Ákvörðun Einars Kristins Guðfinnssonar sem sjávarútvegsráðherra sýnir að hann var að framkvæma samþykktiur Alþingis.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.2.2009 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband