3.2.2009 | 22:47
Samhljómur í skoðanakönnunum - Sjálfstæðisflokkur stærstur
Þessi könnun ein og sér væri ef til vill ekki mjög marktæk, en sé hún skoðuð með hvernig fylgið breyttist innan janúar í Þjóðarpúlsinum (ég bloggaði um það hér), þá kemur út samhljómur, mikið fylgisskrið er að eiga sér stað og Sjálfstæðisflokkurinn er enn á ný orðinn stærsti flokkurinn.
En vissulega er fyrirvarinn stór, gríðarlegur hópur er óákveðinn, það er á þau mið sem flokkarnir munu sækja á næstunni og sá hópur sem kemur til með að ráða úrslitum í vor.
En það er líka athyglivert í þessari könnun að ný ríkisstjórn rétt slefar í meirihlutafylgi nú á sínum fyrstu dögum. Það boðar henni ekkert gott til framtíðar, því líklegra verður að telja heldur en hitt að fylgið sígi af henni þegar á líður.
En það er ljóst að þegar Samfylkingarmenn og VG fólk er að tala um að það sé formsatriði að sama stjórn haldi áfram eftir kosningar í vor, er verið að tala um sýnda veiði en ekki gefna.
En það eru spennandi tímar.
Sjálfstæðisflokkur stærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:13 | Facebook
Athugasemdir
Ég er ekkert rosalega spenntur fyrir því sem þessi stjórn gæti gert á næstu vikum fram að kosningum.
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 3.2.2009 kl. 23:09
Megir þú lifa á spennandi (eða áhugaverðum) tímum, ku víst vera Kínversk bölbæn.
G. Tómas Gunnarsson, 3.2.2009 kl. 23:14
Ég get ekki beðið eftir því að fá sjálfstæðisflokkinn aftur í stjórn. Hverjir aðrir geta stjórnað okkur ef ekki þeir? Það var farið illa með Geir veikan og það getur þjóðin ekki þolað. Svo er farið illa með Davíð líka. Hann sem varaði okkur við..... og svona má ábyggilega lengi telja. Dómskerfið fer í hundana ef sjálfstæðismenn geta ekki lengur ráðið í stöðru dómara. Þetta er bara svo einfalt.
Gísli Ingvarsson, 3.2.2009 kl. 23:18
Davíð sem forsætisráðherra - þá getur hann varað okkur við öllu
Geir sem fjármálaráðherra - þá getur hann hvílt sig
Björn Bjarna sem dómsmálaráðherra - Þá getur hann vopnvætt lögreglu og skotið vinstri hunda sem eru með væl
Einar K sem sjávarútvegsráðherra - sem þá getur aukið ´tdeilingu kvóta til vina og vandamanna og keypt hvalinn af Loftbelgnum
Guðlaug þór sem Heilbrigðismálaráðherra svo við getum lagt niður heilbrigðiskerfið gert samning við wessmann og látið helvítis sjúklingana borga, þeir eru hvort eð er til einskys annars nýtanlegir
Haldór Blöndal - sem samgöngumálaráðherra svo hægt verði að bora í gegnum hvert eitt fjall sem er óborað og málbika svo helvítis hálendið sem bara slær ryk í augun á manni
HH og þorgerður geta svo verið klappstýrur
Kristján Logason, 3.2.2009 kl. 23:44
Get vel skilið að vinstrimennirnir séu svektir. Vissulega var eðlilegt að fylgið færi af Sjálfstæðisflokknum, en þegar kostirnir urðu ljósir, verða menn að velja það sem er skárst, jafnvel þó að mörgum finnist þeir ekki eiga góðra kosta völ.
En vinstristjórnin hefur þegar á sínum fyrstu dögum vakið upp drauga fortíðar og hvernig vinstristjórnir voru og þeir sem muna vilja ekki slíkt aftur.
Ég sagði það fyrir nokkru að það eina sem gæti komið Sjálfstæðisflokknum í fyrri styrk væri vinstristjórn, ég hygg að ég verði sannspár.
Horfið á vitleysuna í kringum hvalveiðarnar, og stóriðjumálin. Á degi tvö. Spurning hvort að þessi vinstristjórn Framsóknarflokksins endist í dagana 80.
G. Tómas Gunnarsson, 4.2.2009 kl. 00:34
Veistu að nú er mest í tísku að svara svona könnunum alveg þvert á hug sér þ.e. alveg öfugt.
Hefur þú virkilega ekki heyrt talað um þetta? Veit um eina sem gerði þetta og hefði gaman af.
Ína (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 00:47
Já, það má víst lengi halda í vonina um að þetta sé allt saman plat. Líklega naut fráfarandi ríkisstjórn stuðnings mikils meirihluta þjóðarinnar vegna þess að það var enginn að segja satt.
En það er ekkert nýtt að einhverjir kjósi að lifa í blekkingunni, það getur verið svo afar þægilegt.
Það eru líka ýmsir þeirrar skoðunar að það sé enginn ágreiningur í ríkisstjórninni, heldur tóm vinstri hamingja.
G. Tómas Gunnarsson, 4.2.2009 kl. 01:30
Þetta er áreiðanlega ekki plat. Þótt reyndar séu 400 svör ekki nóg til marktækni (það ku víst þurfa 1200 svör til þess) má lesa út úr þessu að Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem hefur mest fastafylgi, sem ekki rótast, hvað sem á dynur. Það held ég að komi engum á óvart, sosum.
Annars er nú gaman til tilbreytingar að fylgjast með Sjöllum í stjórnarandstöðu, sérstaklega Birni Bjarna, sem skilur ekkert í þessum misskilningi að hann sé ekki í valdastöðu, og benti á að sagan sýni að landinu vegni best þegar Sjálfstæðisflokkur er við völd. Þetta er meiri afneitun held ég en áður hefur þekkst á byggðu bóli.
Kristján G. Arngrímsson, 4.2.2009 kl. 17:56
Ég er alveg sammála því að ein og sér nægði þessi könnun ekki til að draga stórar ályktanir. En samhljómurinn sem er með henni og niðurstöðunni í Þjóðarpúlsinum síðustu vikuna, breytir því. Þjóðarpúlsinn er að mig minnir u.þ.b. 900 manns á viku.
En það er of ódýrt að tala bara um fastafylgi, því fylgi Sjálfstæðisflokksins er að aukast.
En hitt er að fyrir stuttu síðan sagði ég við þig hér í athugasemdum að til þess að Sjálfstæðisflokkurinn næði fyrri styrk þyrfti vinstristjórn.
Vinstristjórn Framsóknarflokksins var nákvæmlega það sem Sjálfstæðisflokkurinn þurfti á að halda.
Ég hef ekki séð neitt haft eftir Birni, en ég reikna með því að þingmenn eins og hann sem hafa aldrei setið í stjórnarandstöðu eigi örlítið erfitt með að átta sig á breytingunni svona fyrstu dagana.
Annars finnst mér Sjálfstæðisflokkurinn fara vel af stað í stjórnarandstöðu, persónulega hefði ég þó sleppt öllu karpi útaf forsetastólnum. Það skiptir engu máli nú.
G. Tómas Gunnarsson, 4.2.2009 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.