Dansleikurinn er hafinn - Bakkastjórnin

Vinstristjórn Framsóknarflokksins er ekki búinn að ná því að sitja í tvo daga þegar yfirlýsingagleði starfsfólks og stuðningsmanna er farin að hljóma misvísandi í fjölmiðlum.

Bæði er hvalurinn súr, en ekki síður er álver að Bakka við Húsavík að þvælast fyrir stjórninni.  Ráðherrar eru ekki sammála, Kolbrún segir álver þar af og frá Össur segir það þegar í pípunum og Birkir Jón segist aldrei verja þá stjórn falli sem leggi stein í götu álvers á Bakka.

Getur þá einhver horft á setu Kolbrúnar Halldórsdóttur í ríkisstjórninni og sagt að Birkir Jón styðji hina sömu ríkisstjórn án þess að ganga bak orða sinna?

Það er líka vert að hafa í huga að u.þ.b. 40% af þingmönnum Framsóknarflokksins koma úr því kjördæmi því er Bakki stendur í.  Skyldu Valgerður Sverrisdóttir og Höskuldur "fyrrverandi formaður" Þórhallsson styðja stjórn sem leggur stein í götu álvers á Bakka? 

Ekki þykir mér það trúlegt, enda hef ég sterka trú á að kjósendur þeirra kunni þeim litla þökk fyrir að leiða Kolbrúnu Halldórsdóttur til embættis umhverfisráðherra.

En ríkisstjórnin stendur á bakkanum - í boðið Framsóknarflokksins.  Ég tel að flestir geri sér ljóst að Kolbrún Halldórsdóttir muni leggja stein í götu álvers á Bakka, alla þá steina sem hún hefur yfir að ráða, spurningin er hvernig Framsóknarflokkurinn mun bregðast við.

Það mun þó ef til vill verða ríkisstjórninni til happs, að líklegt er að lítið gerist á þeim 80. dögum sem henni er ætlað að sitja, ástandið um heimsbyggðina er þannig.  En það væri þau vissulega þess virði að fjölmiðlafólk athugaði hug Kolbrúnar til iðnaðaruppbyggingar að Bakka og bæri skoðanir hennar undir Framsóknarþingmenn.

En þetta sýnir á hve slökum grunni þessi ríkisstjórn er byggð og hve lítið þarf til að hún steypist fram af bakkanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skil svo sem ekki hvað álver á Húsavík sé að þvælast fyrir fólki núna, einkum og sér í lagi í ljósi þess að það var Alcoa sem ákvað að hætta við.  Eru einhver önnur erlend stórfyrirtæki á þessu sviði að sækja í að komast hingað?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 15:06

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Eins og ég sagði í blogginu er afar líklegt að lítið eða ekkert gerist á þeim 80. dögum sem Vinstristjórn Framsóknarflokksins er ætlað að sitja.

Þeim mun óskiljanlegra er það að Kolbrún Halldórsdóttir skuli ekki hafa skynsemi til þess að vera ekki með neinar yfirlýsingar um að eitthvað skuli slegið af.

En það er jú stutt í kosningar.  Þegar Kolbrún er búin að gera þessi mistök getur Birkir Jón ekki annað en gert sig gildandi heima í héraði með digurri yfirlýsingu og svo mun boltinn hugsanlega halda áfram að hlaða utan á sig.

En mistökin eru ríkisstjórnarinnar að gæta ekki hófs í yfirlýsingum.  Spurningin er svo hvernig framhaldið verður hjá Framsókn.

G. Tómas Gunnarsson, 3.2.2009 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband