2.2.2009 | 15:35
Ríkisstjórn mannsins hennar?
Það er alltaf gott að heyra í fólki sem hefur hugmyndir, það er aldrei of mikið af því. Þó að sumar hugmyndir virki út í hött og aðrar háleitar, er aldrei að vita hvað umræður og hugmyndavinna kann að leiða af sér.
Þess vegna ber að fagna hugmyndum Dorritar, þó að þær verði ef til vill ekki að veruleika, þá getur leynst í þeim hlutir sem komast til framkvæmda, þó að þær verði ef til vill ekki til að endurreisa landið einar og sér.
En það hlýtur að vekja athygli þegar segir í frétt mbl.is:
Í greininni kemur fram að ríkisstjórn manns hennar hafi sagt af sér í einu lagi en hún virðist ekki í miklu uppnámi út af stjórnmálaumrótinu. Hann er núna að sinna algerlega nýrri ríkisstjórn, hefur blaðið eftir henni og spyr hana síðan hvers vegar hann hafi ekki sagt af sér. Enginn bað hann um það, svarar hún að bragði.
Álítur hún ríkisstjórnir á Íslandi sitja í umboði eða skjóli forsetans? Að ríkisstjórnirnar "séu hans"?
Er það þannig sem Ólafur Ragnar hefur útskýrt fyrir henni Íslenska stjórnskipan? Eða er ef til vill um misskilning að ræða, en slíkt hefur háð þeim er búa að Bessastöðum nokkuð upp á síðkastið.
Dorrit: Ísland verði svalari útgáfa af Dubai | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:00 | Facebook
Athugasemdir
Ég rak svosem augun í þetta líka, en ég held að það sé óþarfi að leggja djúpa merkingu í þessi orð. Hann veitir umboðið til stjórnarmyndunar og þetta er ríkisstjórn okkar allra Íslendinga. Svo eru blaðamenn í Bretlandi ekki allir þekktir fyrir nákvæmni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.2.2009 kl. 16:48
Auðvitað skiptir þetta máli, þó að þetta sé ef til vill ekkert lífsspursmál.
Það skiptir máli hvað birtist í blöðum sem eru lesin af hundruðum þúsunda. Og hið fornkveðna að hafa beri það sem sannara reynist hefur ekki enn misst gildi sitt, þó að ýmsir gefi ekki mikið fyrir það.
Skyldi hún hafa fengið að lesa viðtalið yfir?
G. Tómas Gunnarsson, 2.2.2009 kl. 16:54
Forsetinn hefur einn rétt til þess að ráða ríkisstjórn, og því finnst mér mjög eðlilegt að tala um þetta sem ríkisstjórnina hans.
Bragi Þór (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.