Athygliverð skoðanakönnun

Þessi frétt um frekari tölur úr nýjusta þjóðarpúls Gallup sem birt er á vef RUV er afar athygliverð.  Hér er fjallað um þær breytingar sem urðu innan mánaðarins á meðan púlsinn er tekinn.

Hér kemur í ljós að fylgi VG minnkar um 15% frá fyrstu viku janúar til síðustu viku mánaðarins, fylgið fer úr 36% í 21.

Síðustu vikuna var fylgi Sjálfstæðisflokksins orðið 31%, hafði aukist um 10 frá fyrstu vikunni.

Samfylkingin jók fylgi sitt um 6%, fyrstu viku mánaðarins var flokkurinn með 20%, en var kominn í 26% í mánaðarlok.

Framsóknarflokkurinn sveiflaðist upp og niður, byrjaði mánuðinn í 10%, fór í 20% rétt um formannskjör, en var kominn niður í 16% í lok mánaðarins.

Bæði Frjálslyndi flokkurinn og Íslandshreyfingin tapa fylgi innan mánaðarins.

Það virðist þannig að nú þegar kosningar hafa verið ákveðnar þá skerpist línur og fylgið leiti aftur til stærri flokkanna.  Stjórnarslitin hafa styrkt báða fráfarandi stjórnarflokka, þó Sjálfstæðisflokk sýnu meira, en VG tapar miklu fylgi.

Sjálfstæðisflokkurinn er aftur orðinn stærsti flokkurinn, Samfylking er næst stærst.

En nú eru u.þ.b. 80 dagar til kosninga og margt getur gerst.  Líklega á Sjálfstæðisflokkurinn eftir að bæta í, spurningin hvernig stjórnarsetan fer með VG og Samfylkingu og hvort að bera á ábyrgð á stjórninni eigi eftir að reynast Framsóknarflokknum dýrkeypt.

En það sem á ekki síst eftir að hafa áhrif er hvernig flokkunum tekst til með að velja á framboðslista, hvort að um endurnýjun verður að ræða eða hvort um verður að ræða sömu gömlu andlitin.

Síðan er spurning hvernig tekst til með endurnýjun á forystu, en ljóst er að um kosinn verður nýr formaður Sjálfstæðisflokksins og í það minnsta varaformaður Samfylkingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband