1.2.2009 | 06:32
Á Dagvaktinni
Af tilefni væntanlegra stjórnarskipta tók ég mig til og byrjaði að horfa á Dagvaktina um leið og tekist hafði að koma börnunum í rúmið, rétt um 8, en ég fékk DVD diskinn í jólagjöf, en hafði ekki gefið mér tíma til að horfa fyrr en nú. "Vaktinni" lauk núna, rétt um 1:30.
Þetta var hin prýðilegasta skemmtun, góður húmor og kolsvartar senur. Góður leikur og umgjörð öll hin fagmanlegasta. Þá litlu hnökra sem ég tók eftir tekur ekki að minnast á.
Það var líka tilhlýðilegt að hlusta á Georg Bjarnfreðarson flytja 17. júni erindi í lokin, það tryggir að ég sef eins og steinn.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Sjónvarp | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.