Jákvæðar fréttir 15. mínútur fyrir "lokun"?

Ég er fylgjandi hvalveiðum og á þeirri forsendu fagna ég þessarri ákvörðun Einars K:  Ég hef heldur engar sérstakar áhyggjur af því að ekki takist að selja afurðirnar, þ.e.a.s. ég held að Kristján Lofts fari ekki að eyða hundruðum milljóna í hvalveiðar, ef hann telur sig ekki geta selt afurðirnar.

En ég set þó stórt spurningamerki við það að taka ákvörðun sem þessa undir þeim kringumstæðum sem nú ríkja.  Þessi ákvörðun hlýtur að verða umdeild, og því umdeildari þegar ráðherra tekur hana örfáum dögum áður en yfirgefur ráðuneytið.

Frá hinu sjónarhorninu má segja að þar sýni ráðherra vilja sinn, sem hann hugsanlega hefur ekki getað komið fram vegna tillitssemi við samstarfsflokkinn.

Ákvörðunin er tekinn það skömmu fyrir stjórnarskipti að sá sem tekur við hefur nægan tíma til að draga ákvörðunina til baka.

Þannig sést vilji ráðherra og flokka, það má segja að það sé í góðu lagi.

 


mbl.is Hvalveiðar leyfðar til 2013
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil benda þér á það Tommi að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Frjálslyndir sem samanlagt hafa meirihluta þingmanna á Alþingi styðja allir hvalveiðar. 

Það væri því viss lýðræðishalli ef ný stjórn ætlaði að afturkalla þetta.  Reyndar efast ég um að Framsókn samþykki það - núna þarf að semja við þá um öll mál og meðal annars þetta.

Arnfinnur Jónasson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 22:37

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er nú líklega rétt hjá þér, en það er alltaf umdeilanlegt að taka ákvörðun sem þessa, þegar stjórnin hefur beðist lausnar.  Því skoðun mín breytist ekki þó að ég sé fylgjandi ákvörðuninni.

En hins vegar, er það langt þangað til ákvörðunin fer að virka, að komandi ríkisstjórnir hafa nægan tíma til að láta hana ganga til baka (og geta þá líklega slegið sig til riddara hjá ákveðnum hópum).

Að því leiti til sýnir þetta vilja einstaklinga og flokka, og fyrirgefst.

G. Tómas Gunnarsson, 29.1.2009 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband