Einn, tveir og horfinn - Rauði járnhanskinn tekinn fram

Það kom mér ekkert sérstaklega á óvart að Ágúst Ólafur skyldi hætta í stjórnmálum á þessum tímapunkti.  Það er einfaldlega takmarkað hvað stjórnmálamenn geta þolað að vera niðurlægðir af eigin flokki og staðið samt keikir eftir.

Nú þegar líklega er orðið ljóst að Ágústi hefur ekki verið ætlað neitt ráðherraembætti í "Verkstjórnarríkistjórninni".  Honum hefur heldur ekki ætlað neitt meiriháttar hlutverk af flokksins hálfu, jafnframt því að honum hefur líklega verið gert ljóst að hann yrði ekki varaformaður flokksins eftir næsta landsþing. 

Hvað gera ungir varaformenn þá?  Jú, annaðhvort einbeita þeir sér að því að taka forystuna eða þeir hætta.

Ingibjörg þurfti líka að sýna að uppákomur eins og að varaformaður tali einarðlega gegn forystunni séu einfaldlega ekki liðnar.

Því tók hún fram rauða járnhanskann, ef til vill vonum seinna.


mbl.is Ég er ekki að fara í fússi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband