27.1.2009 | 08:02
Ísland - Gimli - 100 árum seinna?
Fyrir þá sem hafa áhuga fyrir því að fylgjast með því sem skrifað er um Ísland og Íslendinga í erlendum fjölmiðlum bendi ég á frétt sem birtist á vef Globe and Mail í gærkveldi.
Þar er fjallað um hugsanlega "seinni bylgju" Íslendinga vestur um haf, en Íslendingum í Gimli hafa borist nokkuð af fyrirspurnum um hvort að mögulegt sé að fara fótspor þeirra Íslendinga sem settust þar að í kringum þar síðustu aldamót.
Ekki veit ég hversu auðvelt það er fyrir Íslendinga að fá vinnu eða atvinnuleyfi í Kanada, en veit þó að kerfið er stirt og ferillinn langur.
Það má svo til gamans geta að það hefur verið afspyrnu kalt í Gimli og á sléttunum hér í Kanada í vetur. Kuldinn hefur farið vel niður fyrir 40°C. Það má því segja að það vanti einhvern til að "finna upp" hitaveituna þar fyrir Vestan.
Fyrr í gær, birtist hins vegar þessi frétt um stjórnarslitin á vef Globe and Mail.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.