19.1.2009 | 15:38
Ferskur formaður
Þeir mega eiga það Framsóknarmennirnir að þeir komu mér á óvart, skemmtilega á óvart. Það er sterkur leikur hjá stjórnmálaflokkum að koma á óvart með jákvæðum formerkjum.
Ég held að kjör Sigmundar hafi komið mörgum á óvart, en líklega vakti "flenging" Páls Magnússonar að mörgu leyti meiri athygli. Þegar kjör Sigmundar og útreið Páls eru skoðuð saman er ekki hægt að velkjast í vafa að krafan um breytingar sé skýr og að "flokkseigendafélagið" sleppi hendinni af flokknum.
Líklega er um nokkurs konar heimsmet að ræða hjá Framsóknarflokknum, ég man aldrei eftir að hafa heyrt um að rótgróinn flokkur velji til forystu einstakling sem hefur aðeins verið í flokknum nokkrar vikur. Það hlýtur að mega líta á það sem sterkan vilja til að klippa á fortíðina, en til þess þurfa flokksmenn líka að sýna kjark.
Þeir sem áður töluðu um "fjandsamlega yfirtöku", telja hana líklega hafa náð fram að ganga, nú á flokknum í heild.
Persónulega finnst mér nýr formaður byrja vel, ég er sammála því að mörg úrlausnarefni eru brýnari heldur en að ákveða hvort að Ísland eigi að berja á dyr "Sambandsins" eður ei. Það er mun brýnna að taka til heima hjá sér. Það held ég að flestir hljóti að geta sammælst um hvort sem þeir eru fylgjandi eða mótfallnir (eins og ég) aðild.
Fréttaskýring: Framsókn kveður fortíðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.