17.1.2009 | 05:32
Fram fram fylking
Það er ekki hægt að segja að þessi samþykt Framsóknarflokksins komi á óvart, hún hefur legið í loftinu um nokkurn tíma. Það kom þó ef til vill nokkuð á óvart hve yfirgnæfandi stuðning tillagan fékk.
En ef til vill er þó ástæðulaust að vera hissa, varnaglarnir sem slegnnir eru hafa líklega skapað sátt um tillöguna.
Flestir virðast líta svo á að þessi úrslit bendi til þess að Páll verði kosinn formaður með nokkrum yfirburðum, en önnur umferðin gæti sett strik í reikininginn. Þó er auðvitað lang líklegast að flokkseigendafélagið hafi sigur, það jafnvel þó að "fjandsamleg yfirtaka" hafi átt sér stað í Reykjavík.
En verði langt í kosningar yrði staða Páls sem formanns erfið, hann yrði að hafa mikið fyrir því að koma sér í umræðuna og fjölmiðla.
En eins og einn kunningi minn orðaði það, þeir kunna þetta Framsóknarmennirnir, þeir velja líklegast annað hvort guðfræðing eða prestsson til þess að fylgja flokknum síðasta spölinn.
![]() |
Framsókn vill sækja um ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
hvernig gétur framsók ákveðið þetta bara á einum fundi án þess að tala við einn eða neinn
Tony (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.