6.1.2009 | 15:54
Blóð er þykkara en ...
Það kemur í sjálfu sér ekki mikið á óvart þó að einhver uppstokkun verði í Íslenskum stjórnmálum þessa dagana. Mikið hefur gengið á og nóg framboð af mismunandi skoðunum.
Ég verð þó að viðurkenna að þessi vistaskipti komu mér nokkuð á óvart, enda hlýtur það að teljast til nokkurra tíðinda að varaþingmaður og fyrrverandi aðstoðarmaður 100 daga borgarstjórans skipti um vist.
Víst er að ekki veitir Framsóknarflokknum af auknum liðstyrk og má vera nokkuð sama hver kemur eða hvaðan, staða flokksins er slík.
En víða flýgur það fyrir að Guðmundur hyggist styðja Pál Magnússon sem formann Framsóknarflokksins, ég á erfitt með að tengja það við þá yfirlýsingu að taka þátt í endurreisnarstarfi flokksins af heilum hug, en vissulega er eðlilegt að misjafnar skoðanir séu á því.
En svo er líka minnst á gegnsæi í fréttatilkynningunni sem leiddi huga minn að því að ekkert er minnst á hvort að Guðmundur hafi, eða hyggist segja sig frá því að vera varaþingmaður sem, en þá vegtyllu hlaut hann eins og flestum er kunnugt fyrir atbeina stuðningsfólks Samfylkingarinnar.
Guðmundur í Framsóknarflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.