Hringrásin

Það er með fyrirtækjanöfnin eins og tískuna, þetta fer allt í hring.

Það er ekki hægt annað en að velta því fyrir sér hvort að gömlu skiltin séu ennþá til, gömlu bréfsefnin, gömlu gluggaumslögin, en líklega verður valið annað lógó og önnur leturtýpa, þannig að það nýtist örugglega ekkert af því sem til er.

Annars hef ég áður lýst þeirri skoðun minni að það þurfi að setja reglugerð um notkun fyrirtækja á Íslandi í heitum sínum og gera hana stranga.  Það er full þörf á því að vernda "vörumerkið Ísland".

 


mbl.is Nýi Glitnir verður Íslandsbanki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki verið að grínast?!?! Nú á að eyða ENN meiri pening í að breyta um nafn á ríkisbankanum??? Það fóru fleiri milljarðar í nafnabreytingu (re-branding) á Glitni ÚR Íslandsbanka, og nú á að eyða fleiri tugum ef ekki hundruðum milljóna í að breyta aftur?? Bara að skipta um skilti utan á banka og útibúum, hraðbönkum nafnspjöld og ótal margt fleira svo ekki sé talað um markaðsefnið til að koma þessari breytingu í hausinn á fólkinu mun hlaupa á hundruðum milljóna!!

Þetta nær ekki nokurri átt og greinilegt að markaðsdeild Glitnis heldur sukkinu áfram!

Ég mótmæli þessu harðlega!

Bjarney H (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband