10.12.2008 | 16:27
Skyldu þeir hafa hugleitt að segja af sér, eða hætta?
Það er mikið fjallað um traust í Íslensku þjóðfélagi þessa dagana, aðallega er þó verið að fjalla um skort á því hér og þar og vissulega hafa kannanir leitt í ljós að Íslendingar bera ekki mikið traust til stofnana þjóðfélagsins.
Kröfur hafa verið háværar um afsagnir og berasta þær hæstar frá bloggheimum og fjölmiðlum.
Í einum af þeim tölvupóstum sem mér hafa borist undanfarna daga var graf og stutt umfjöllun um traust sem Íslendingar bera til fjölmiðla þeirra sem á landinu starfa.
Það er ekki margt sem vekur sérstaka athygli í grafinu, Fréttastofa Sjónvarps stendur eins og oft áður best að vígi og mbl.is og Morgunblaðið koma vel út, þó að það veki ef til vill nokkra athygli að netmiðillinn skákar móðurveldinu örlítið.
En það er þó einn miðill sem stendur alveg einn og sér ef marka má könnunina. Það er DV, rétt um 70% Íslendinga segjast bera lítið trausts til miðilsins, tæp 5% bera mikið traust til hans.
Í takt við tíðarandann, er ekki hægt að verjast því að sú spurning vakni: Hefur ritstjórn DV og eigendur DV hugleitt að segja af sér, jafnvel að hætta hreinlega útgáfunni?
Meginflokkur: Fjölmiðlar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Spaugilegt | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.