Frá Baugi til Viðskiptaráðuneytisins

Á meðan heilsan hefur verið að hrella Bjórárbóndann hafa alls kyns upplýsingar á fréttir og ábendingar um fréttir borist í pósthólfið.

Það er margt sem vekur athygli í kreppunni og hvernig hún er höndluð og hvað er að gerast í henni. 

Ein frétt sem vakti athygli mína er þessi, en hana er að finna á vef DV, en mig rekur ekki minni til þess að ég hafi séð hana annars staðar.

Þar er kemur fram að nýbúið sé að ræða fyrrum framkvæmdastjóra DV til Viðskiptaráðuneytisins. Áður en viðkomandi varð framkvæmdastjóri DV, starfaði hann sem sérlegur aðstoðarmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, hjá Baugi Group, eftir því sem fram kemur í fréttinni.

Auðvitað er ekkert ólöglegt við að ráða fólk til starfa, en ég verð þó að viðurkenna að mér þykir hér illa að verki staðið.  Það hlýtur að vekja upp spurningar, hvers vegna viðskiptaráðherra þykir það tilhlýðilegt að ráða viðkomandi einstakling til starfa og lýsa því yfir að "Það er góður fengur af honum".

Þegar litið er til þess hvernig ástandið er á Íslandi í dag, þá leyfi ég mér að efast um að það sé stjórnvöldum til tekna að fá fyrrverandi aðstoðarmann Jóns Ásgeirs til starfa í viðskiptaráðuneytinu.

Þegar það kemur upp í minnið að í aðdraganda bankahrunsins birtist sú frásögn í fjölmiðlum að viðkomandi ráðherra hafi verið kallaður til fundar við Jón Ásgeir og honum lesið þar pistillinn, fæ ég ónotahroll við lestur þessar fréttar.

Stjórnvöld verða að reyna að hafa hlutina eins gegnsæa og án hagsmunatengsla og mögulegt er.

Þetta er ekki leiðin til þess.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þetta er svipað og þegar fyrrverandi fréttafulltrúi FL Group varð alltíeinu "upplýsingafulltrúi" forsætisráðuneytisins. Hefur reyndar fátt gert í sínu nýja starfi annað en að koma í veg fyrir að upplýsingum sé veitt út úr ráðuneytinu, eins og virðist vera helsta starf "upplýsingafulltrúa" á opinbera spenanum þessa dagana.

Hvern ætli KK hafi þekkt til að fá þessa launaáskrift?

Kristján G. Arngrímsson, 9.12.2008 kl. 22:07

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ekki ætla ég að segja að ég þekki þessi mál til hlýtar, en eins og mitt minni starfar er hér ekki um fyllilega sambærilegt mál.

Kristján var ráðinn til forsætisráðuneytisins frá Latabæ að mig minnir.  Það er eitthvað um ár síðan hann sagði upp hjá FL Group (sem hét þá ennþá FL Group að mig minnir) vegna þess að "hann og félagið áttu ekki samleið", eða einhvern veginn þannig var komist að orði.

Það þykir mér frekar benda til heiðarleika en hins í fari Kristjáns, en hann er heldur ekki að koma beint úr starfi.

G. Tómas Gunnarsson, 9.12.2008 kl. 23:19

3 identicon

Hér er ein ágæt lýsing af vef viðskiptaráðherra af ferð ráðherrans til Vestur-Afríku:

Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus, hlýtur að hafa upplifað sterk hughrif í ferðinni þar sem hann sá með eigin augum þá krafta sem af stað hafa farið í landinu við að byggja upp grunngerð þess af tilstuðlan þeirra peninga sem hann og hans félagar hafa lagt því til. Jóhannes var með í för ásamt Guðrúnu sambýliskonu sinni sem komu til landsins í fyrsta sinn til að kynna sér afrakstur og áframhald hjálparstarfsins sem þau hafa lagt upp í með fyrirtækjum sínum. Einstakt framtak hjá þeim og gott dæmi um hverju umsvifamikið athafnafólk getur áorkað með góðum vilja og ásetningi um að láta gott af sér leiða.

Hvatinn að þessu einstæða starfi er kominn frá hjónunum Geir Gunnlaugssyni og Jónínu Einarsdóttir. Þau bjuggu árum saman í landinu. Geir sem barnalæknir og Jónína sem mannfræðingur. Þar skrifaði hún t.d. meistaralega doktorsritgerð sína “Tired og Weeping” Child death and mourning among papel mothers in Guinea-Bissau. Bók sem Jónína var svo rausnarleg að gefa mér að skilnaði í Bissau.

Einnig voru í förinni þau Þorlákur Karlsson og Margrét Jónsdóttir frá Háskólanum í Reykjavík sem hyggst á landvinninga þar ytra, Helgi Ágústsson, sendiherra og heiðursmaður, Hreinn Loftsson, stjórnarmaður í Baugi, Ingibjörg kona hans og ljósmyndarinn Erna dóttir þeirra hjóna. Þá eru ótalin Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri Unicef, Katrín Júlíusdóttir alþingismaður, Hjálmar Blöndal, viðskiptalögfræðingur og Egill Ólafsson tónlistarmaður.

Eitthvað hefur þetta partý kostað!
Hver ætli að hafi borgað?

Nafnlaus í þetta sinn (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 03:43

4 identicon

Ekki ætla ég mér að lasta það sem þeir feðgar Jóhannes og Jón hafa gert. En allar þær peningagjafir og þvíumlíkt sem þessir aðilar og fleir aðilar í þessu þjóðfélagi er með eindæmum. Þetta er svipað því og þegar kaþólskan staldraði við og prestar gengu á fund þess fólks sem einhverjar eignir áttu og þá stumruðu þeir yfir líkinu og tuldruðu alltaf ofan í bringu sér "Enn gefur hún/hann" Þá var þetta kallað syndaaflausn og það er það sem mér finnast svona peningagjafir einmitt standa fyrir.

 Við erum búnir að fara svo illa með fjöldann að við höfum alveg efni á að gefa nokkrar milljónir hingað og þangað, en hver hefur fylgst með því hvort þetta fé hefur í raun skilað sér ti viðkomandi aðila. Það er æðislega flott og upppjálað að láta taka af  sér myndir í  faðmi þeirra sem eiga að njót, en getur þetta fólk ekki gefið sína peninga án þess að vera þykjast svo góður við náungann. 

En þetta var smáútúr dúr. Ég er hjartanlega sammála grein þinni og það er líka með ólkíndum að þessir kallar sem sögðu fljótlega eftir hrunið " Hér verður hverjum steini velt" þeir ráða bara mömmu og tengdamömmu til að hreinsa upp eftir sig. Nei segi bara svona en nóg er sukkið það er á hreinu.

Baldvin Baldvinsson

Reyðarfirði.

Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 07:48

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sjáðu http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/716750/ . Þetta er gömul frétt hjá þér. Hinn ágæti maður Hjálmur mun nú vera óbreyttur námsmaður og þarf vonandi ekki á námsláni að halda, eins og lánið hefur leikið við hann.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.12.2008 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband