Pestarbælið að Bjórá

Nú hefur Bjórá breyst í pestarbæli.

Hér eru allir veikir, nema konan, en hún er hálfslöpp.

Þetta byrjaði sakleysislega, fyrir eins og 10 dögum, þá byrjaði drengurinn að hósta.  Við heldum honum inni við, létum hann ekki fara í skólann, en allt kom fyrir ekki.  Honum virtist elna pestin.

Loks þegar smá blik kom aftur í augu hans í gær, lagðist ég sjálfur í rúmið (í hálfan dag) og Jóhanna litla byrjaði að hósta.

Í dag hringdi svo kennari drengins í mig og spurði mig eftir drengnum, hvatti mig svo til þess að halda honum heima frekar lengur en hitt.  Það væru svo mikil veikindi í skólanum.

Sagði mér líka að í dag hefði verið sendur heim minnismiði til foreldra til að upplýsa þá um að vart hefði verið við kíghósta í skólanum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband