Sambandsparadísin hans Árna Páls - þriðji hluti

Ég hef bloggað hér nokkuð um ástandið í Eystrasaltslöndunum, eftir að Árni Páll Árnason lét hafa eftir sér að að lýsa yfir því að Íslendingar stefndu að "Sambandsaðild" og euroupptöku, væri töfralausn.  Lausn sem hefði gert kraftaverk fyrir Eystrasaltslöndin.

Fyrri bloggin má finna hér og hér.

Nú er byrjað að vitna í trúnaðarskýrslu frá "Sambandinu" sjálfu, sem spáir Eystrasaltslöndunum löngum og sársaukafullum efnahagssamdrætti.

Hlutabréfamarkaðir í löndunum hafa hrunið, farið niður um 64.3% Í Litháen, 63.5% í Eistlandi og 46.5 í Lettlandi.  Þó hefur bankar ekki verið að hrynja í þessum löndum, þó að vissulega hafi Lettnesk stjórnvöld þurft að taka yfir 51% af einum stærsta banka landsins, Parex Bank.

Verðbólga hefur verið há, í tveggja stafa tölu, hæst í Lettlandi í u.þ.b. 18% en er nú að hjaðna aftur.

Það er ljóst að "Sambandsaðild" og ERM2 hefur langt frá því náð að tryggja stöðugleika í Eystrasaltslöndunum.

Bloomberg hefur komið höndum yfir skýrsluna og segir í frétt sinni m.a.:

"Estonia, Latvia and Lithuania may undergo a “protracted and painful” economic slump because the governments of the Baltic states failed to contain runaway credit and inflation, a European Commission report says.

“Risks of a disruptive correction persist,” according to an Oct. 10 draft document obtained by Bloomberg News. “A return to the previous pattern of high growth rates driven by easy access to credit seems unlikely in the foreseeable future.”

The former communist region faces a prolonged recession after an expansion triggered by low borrowing costs, increased budget spending and a property price boom that followed entry into the European Union in 2004, SEB AB and Nordea AB said this week. The global slowdown and a credit squeeze have erased prospects of a fast recovery and early euro-adoption plans, they said.

“Policy responses to rising imbalances and vulnerabilities have on the whole been insufficient,” says the confidential report, titled Recent Economic and Policy Developments in ERM II Member States. “Policies were not clearly geared at containing imbalances and minimizing vulnerabilities at times of high growth, which may hamper the ability to manage the adjustment process.” "

"The costs of protecting against a default of Latvian debt declined on Nov. 26 to 850.8 points after reaching a record 1,000 points on Oct. 23, the threshold for debt regarded by investors as “distressed,” according to Bloomberg data. Lithuanian credit- default swaps declined to 510 points on Nov. 26, while Estonia’s fell to 516.7 points.

Credit-default swaps are financial instruments based on bonds and loans that are used to speculate on a country’s ability to repay debt.

Lithuania’s benchmark Vilnius OMX stock index has slumped 64.3 percent since the start of the year. Latvia’s Riga OMX index is down 46.5 and Estonia’s main index plunged 63.5 percent.

Budget Spending

Latvia and Lithuania ran up budget deficits as economic growth averaged more than 7.5 percent over the past three years. An earlier tightening of budget spending in Estonia, which ran surpluses during the economic boom, would have helped prevent overheating, the commission’s report says.

Anti-inflation plans by all three governments failed to produce results, the report says.

The Latvian inflation rate, the highest in the EU, fell to 13.8 percent in October from a peak of 17.9 percent in May. Estonian inflation slowed to 9.8 percent in October from 11.4 percent in June. Lithuania’s rate peaked at 12.5 percent in June before falling to 10.5 percent in October.

Credit growth in Latvia accelerated about 60 percent in June 2007, before slowing to a 17.6 percent rate in September 2008. Lithuanian credit growth slowed to an annual 28.5 percent in the third quarter, compared with 47 percent growth for all of 2007.

The Latvian economy shrank 4.3 percent in the third quarter, while Estonia contracted 3.3 percent, the worst performances in the EU. The Lithuanian economy grew 3.1 percent in the same period, compared with 5.2 percent in the second quarter."

"SEB said on Nov. 25 that Estonian gross domestic product may shrink 4 percent next year and 1 percent in 2010. Latvia may contract 5 percent in 2009 and 1 percent in 2010, the bank said, while Lithuania will shrink 2 percent in both years. Nordea sees a 4.2 percent contraction for Latvia next.

Restoring competitiveness and slowing wage growth closer to productivity is a “key challenge” for the economies, the European Commission report says.

The states also risk “an external financing squeeze with adverse effects on the smooth functioning of ERM II,” it says.

The report highlighted the risks that about 80 percent of the Baltic banking system are owned by foreigners, with the biggest bank in the region being Stockholm-based Swedbank AB. The Scandinavian banks have been putting aside provisions for bad loans and have had ratings outlook cuts mainly because of their Baltic business.

“Swedish parent banks have become subject to increased investor concerns in view of their Baltic exposure, as reflected in adverse developments in share prices and funding conditions,” the report said. “High creditor concentration accentuates risks of intra-Baltic contagion, should economic and financial conditions in one country deteriorate. Sound policies are therefore in the joint interest of all Baltic economies.” "

Þessu til viðbótar má svo benda á frétt Bloomberg, þess efnis að Sænski bankinn SEB, sem er líklega stærsti bankinn í Eystrasaltslöndunum, er undir vaxandi þrýstingi, hlutabréfa verð hans fellur hratt og honum er spáð frekar illa.

Hlutabréf í bankanum hafa fallið rétt tæplega 70%, það sem af er árinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Voru ekki íslenskir verðbréfamarkaðir komnir niður um 60% í vor löngu fyrir hrun? Svo er ESB nú ekki nema með um 1% þjóðarframleiðslu aðildaríkjanna svo ef ríkin hafa ekki reist sér þann grunn að hafa evru undir fótum þá er bara spurning um hjálp frá ESB við fokvarnir og svo rústabjörgun og enduruppbyggingu en ekki eiginlegt skjól og stuðningur af fastri jörðu undir fæti sem evran veitir. Bylurinn fer nú allstaðar yfir en það ræður úrslitum hvaða skjóli og vörnum ríki hafa kmið sér upp. - Ísland átti ekkert skjól og átti í engin hús að leita.

-Öllu skiptir þó að þegar bylurinn geisar sé ekki líka jörðin sjálf á fleygi ferð undir fótum okkar þ.e. að gjaldeyririnn sem byggt er á sé stöðugur og traustur.

Helgi Jóhann Hauksson, 30.11.2008 kl. 03:43

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Staðreyndin virðist mér sú að það skiptir ekki öllu máli hvort ríki eru innan "Sambandsins" eða utan, hvort þau eru aðilar að ERM2 eður ei, eða hvort þau hafa euro eða annan gjaldmiðil.

Þau ríki sem hafa byggt hagvöxt sinn á erlendum lántökum, s.s. Ísland, Eystrasaltslöndin, Spánn, Írland og að hluta til Bretland og Bandaríkinn eru í vandræðum í dag. 

Ódýrt lánsfé og eignabóla er undirrót vandans.

Fasteignaverð á sumum svæðum á Írlandi hefur lækkað um 50%, flestir eiga von á því að atvinnuleysi á Spáni fari í 15%.

Hvað Eystrasaltslöndin hefur það hjálpað þeim mikið undanfarnar vikur að bankarnir eru langflestir í erlendri eigu.  Það er engin spurning að það sama hefði gilt á Íslandi.  Nú eru þó blikur á lofti með SEB.  Ég hef þó trú á því að hann standi það af sér.

Gjaldeyrinn í Eystrasalstslöndunum er ekki traustur þó að hann sé tengdur euroinu, og hafa verið miklar vangaveltur um hvort að þau neyðist til að fella gengið, sérstaklega Lettland.  Framleiðsla í þessum löndum er hreinlega ekki samkeppnishæf, með alltof hátt skráð gengi (hljómar kunnuglega ekki satt?)

Í Lettlandi hefur lögreglan verið að handtaka einstaklinga fyrir að dreifa "orðrómi" um gengisfellingu.

Ef gjaldmiðillinn er "fasti" reynir þeim mun meira á aðra efnahagsþætti. Það að ganga í "Sambandið" og stefna að upptöku euros, hefur ekki reynst Eystrasaltslöndunum nein "töfralausn".

Þeirra "efnahagsundur" var eins og víðar fyrst og fremst byggt á erlendum lántökum.

G. Tómas Gunnarsson, 30.11.2008 kl. 04:01

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég verð að viðurkenna að ég geri mér ekki grein fyrir því hvort Eystrasaltsríkin eru sambærileg við Ísland, en ég hef þó nokkrar efasemdir um það, einfaldlega vegna þess hve bæði saga og landfræðileg staðsetning eru ólík. Efnahagslífið þal. einnig.

En hér á landi hafa margir áhuga á ESB-aðild sem tákni um breytta stefnu, nýja tíma, nýtt upphaf, nýtt skref fyrir Ísland. Varla getur nokkur verið viss um að það verði bara til bóta hvað efnhaginn varðar, en þetta er ekki bara spurning um efnahagsmál, heldur líka sjálfsmynd þjóðarinnar, sem er núna illa farin. Hvað sem hver segir fer því fjarri að Íslendingar meti hamingju sína eingöngu með tilliti til stöðu efnahagsmála.

Kristján G. Arngrímsson, 30.11.2008 kl. 11:24

4 identicon

Kristján: "Varla getur nokkur verið viss um að það verði bara til bóta hvað efnhaginn varðar..."

Eru ekki u.þ.b 30% af afla Íslendinga úr deilistofnum? Svo maður nefni bara eitt dæmi þar sem það hvernig ESB aðild gæti reynst dýr.

Í hverju á hann annars að felast, þessi ávinningur í efnahagsmálum?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 13:39

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Auðvitað eru engin tvö ríki eins.  Eystrasaltslöndin eða nokkurt annað ríki er því að mínu mati fyllilega sambærilegt við Ísland.  Ég er fyrst og fremst að taka þetta dæmi vegna þess að það var nefnt sem dæmi þar sem "Sambandsaðild" hefði virkað sem "töfralausn.  Hitt er svo líka að ég (þó í "útlegð" sé) þekki nokkuð til á Íslandi en einnig í Eistlandi, tveim af þeim löndum sem um ræðir.

En sumt er líkt með þessum löndum.  Smæðin og t.d. að losað var um mikil höft í öllum löndunum í kringum 1990 og að vissu marki skipt um "viðskiptamódel" um svipað leiti.

En að ýmsu leiti mætti segja að "Sambands" aðild ætti að vera, ef eitthvað er, Eystrasaltslöndunum hagstæðari en Íslendingum.  Þau eru tengd "Sambandinu" landræðilega (ekki eyja út í ballarhafi), þeir hafa fáar auðlindir (enga afgerandi) og síðast en ekki síst töldu margir í Eystrasaltslöndunum nauðsyn á þvi að tengjast stærri einingu öryggis síns vegna, en vera ekki eins og smáríki á þar sem tvö stórveldi mætast.

Mér er það hulið á hvaða hátt það bætir sjálfsmynd þjóðarinnar að afsala sér hluta af sjálfstæðinu og ganga í "Sambandið", en ég geri auðvitað ekki kröfu til þess að tala nema fyrir hönd sjálfs mín.

Nú tala menn um höft og þegar þau hafi síðast verið sett á hafi það tekið þjóðina u.þ.b. 60 ár að afnema þau.

Síðast þegar Íslendingar afsöluðu sjálfstæðinu tók 700 ár að ná því til baka.

G. Tómas Gunnarsson, 30.11.2008 kl. 16:00

6 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Skyldulesning.........allt eins satt og rétt og það getur verið. Af hverju ekki samninga við Noreg, Grænland og Færeyjar til að halda einhverju sjálfstæði og sækja styrk til "jafningja" með sömu hagsmuni?

Þökk fyrir upplýsinginguna.

Sigurjón Benediktsson, 30.11.2008 kl. 17:25

7 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég er að velta því fyrir mér hvort það væri ekki einmitt fínt vegna fiskimiðanna að við göngum í ESB. Eins og staðan er núna hefur þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar verið deilt út til fáeinna útvalinna sem hafa svo verslað með hana og orðið moldríkir á henni. Með öðrum orðum, orðið moldríkir á kostnað þjóðarinnar.

Þegar fram líða stundir mun niðurstaða sögunnar verða sú, að frjálst framsal á kvóta á Íslandi sé stórfelldasta rán sem framið hefur verið í sögu landsins. Ég held að það væri bara alveg sama þótt þjóðarauðlindin yrði framseld til Brussel, rétt eins og að gefa hana fáeinum útvöldum hér á landi.

En Tommi, ég hef engan áhuga á "sjálfstæði" lengur. Það hefur ekki gefist vel. Það hefur leitt af sér að lítill hópur manna hefur sölsað undir sig sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar, og fábjánar steypt henni í stórar skuldir. Það er kominn tími til að reyna aðrar leiðir. Og ég veit ekki til þess að Finnum eða Svíum eða Dönum finnist þeir ekki lengur vera sjálfstæð ríki þótt í ESB séu.

Kristján G. Arngrímsson, 30.11.2008 kl. 17:31

8 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það sem ég vildi sagt hafa er þetta.

Kristján G. Arngrímsson, 1.12.2008 kl. 16:23

9 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

En kvótakerfið breytist ekki eða afleggst þó að Ísland gangi í "Sambandið".  Allir "Sambandsinnar" sem ég hef heyrt í segja að eins og staðan er nú, þá verði einungis heldaraflinn ákveðinn í Brussel, en annað breytist ekki.  Reyndar er það  nú svo að þó að kvótakerfið sé langt í frá að vera gallalaust, þá er vaxandi stuðningur við slík kerfi um allan heim.  Til dæmis hér í Kanada og í "Sambandinu".  Þetta þykir vera það kerfi sem gefst best.

En þó að ég hafi reyndar aldrei verið yfir mig hrifinn af kvótakerfinu, þá er ég nógu gamall (og þú líklega líka) til að muna eftir því hvernig ástandið var í Íslenskum sjávarútvegi.  Hundruðum milljóna (milljarðavirði í dag) var úthlutað af skattfé árlega til að koma til aðstoðar illa stöddum útgerðarmönnum.  Kvótakerfið batt enda á þetta.

Það getur vel verið að meirihluti Íslendinga hafi engan áhuga á sjálfstæði lengur.  Ef svo er, er einsýnt hvernig fer.

"Fábjánarnir" (sem eru þó upp til hópa ákaflega vel menntað fólk, með prófgráður frá Íslenskum mentastofnunum, eða jafnvel erlendum) sem skuldsettu Íslendinga hefðu gert það hvort sem Ísland var í "Sambandinu" eður ei.  Það sem meira er, þeir gerðu það í skjóli reglna "Sambandsins".

Ekkert ríki í "Sambandinu" er að fullu sjálfstætt.  Um það er í raun ekki deilt.  Ríki sem getur t.d. ekki gert samninga við önnur ríki hefur ekki fullt vald yfir sjálfu sér.  

Hitt er svo að auðvitað getur verið réttlætanlegt að gefa eftir sjálfstæði sitt, að hluta til eða að fullu, ef menn telja það sem þeir fá í staðinn mun verðmætara eða nytsamlegra.

G. Tómas Gunnarsson, 1.12.2008 kl. 16:49

10 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það sem er ranglátt er hin séríslenska útgáfa af kvótakerfinu, eins og Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur kveðið upp úr með, sbr. þetta viðhorf sem ég skrifaði fyrir ekki mjög löngu.

Hitt er svo rétt, að ég hefði ekki átt að tala um fábjána - nær að segja "gróðapunga", fólk sem ekki fann lífsfyllingu í neinu nema því að græða meira og meira af peningum. Nú er smám saman að koma í ljós hvernig þessir blessuðu "snillingar" fóru að, sbr. Stím og Gift, með góðkenningu vina sinna í FME. Þannig að kannski má bæta við "afbrotamanna."

Svo langar mig að bæta við þessu, sem ég setti í athugasemd við annað blogg í dag:

"Við þurfum að fara að skilgreina okkur sem þjóð með tilliti til þess sem við tilheyrum - erum hluti af. Hingað til hefur kjarninn í sjálfsmynd þjóðarinnar byggst á því að tilgreina það sem við tilheyrum EKKI. Við höfum litið svo á, að sjálfstæði okkar felist í því að við erum EKKI hluti af stærra samhengi.

En nú er tækifæri til að breyta um hugsunarhátt, horfa í nýja átt. Við þurfum að sækja styrk í sameininguna. Sameiningu okkar við Evrópu. Það er gert með því að sækja um aðild að Evrópusambandinu og fara að nota evru sem gjaldmiðil.

Við erum Íslendingar. Það þýðir, að við erum Evrópubúar. Við þurfum að opna betur fyrir öðrum, þá opna aðrir betur fyrir okkur. Við erum ungt lýðræði, við verðum að sækja aðstoð þangað sem hana er að fá. Læra af reynslu annarra. Ekki hafna henni sem atlögu að fullveldi okkar."

Ég hef grun um, að andstaða við ESB-aðild stafi að sumu leyti af þeim rómantísku þjóðernishugmyndum sem haldið var á lofti á Íslandi á síðustu öld, í tengslum við sjálfstæðisbaráttuna. Sú barátta varð ennfremur það sem mótaði sjálfsmynd Íslendinga, og þeir sitja enn fastir í henni. Enda ekki nema von, þeir ólust upp við hana.

Kristján G. Arngrímsson, 1.12.2008 kl. 17:46

11 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Svo má enn bæta við nýjustu fréttum: Fylgi Sjálfstæðisflokksins er hrunið. Mælist nú 21%. Samfylking og VG eru með rúm 30%. Þannig að það er ljóst á hverja kjósendur skella skuldinni.

Eina von Sjálfstæðisflokksins er að sitja þetta fylgishrun af sér, hafna öllum kröfum um kosningar uns fylgið fer að jafna sig. Hvað ætli það taki langan tíma? Árið?

Kristján G. Arngrímsson, 1.12.2008 kl. 18:13

12 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Framseljanlegir kvótar þekkjast í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Nýja Sjálandi.  Ég held að Nýja Sjáland hafi fyrst verið til að nota þessa lausn.  Það eru aðeins örfáar tegundir í Kanada og Bandaríkjunum sem eru með framseljanlega kvóta.  En það þykir hafa gefið góða raun og er talað um að útvíkka það fyrirkomulag.  Sjá blogg hér.

Það skiptir engu máli hvort þú talar um fábjána eða gróðapunga.  Reglurnar sem þeir fóru eftir og gerðu þeim kleift að skuldsetja Íslendinga koma frá og eru settar af "Sambandinu".  Einn af hornsteinum "Sambandsins" er jú fjórfrelsið, þar á meðal frjálst fjármagnsflæði.  Regluverkið reyndist svo að mörgu leyti gallað.

Gift og Stím eru síðan Íslensk vandamál, en það er ekki eins og það þekkist ekki annarsstaðar.  Það réttlætir það ekki, en slíkt hverfur ekki við það að ganga í "Sambandið".  Parmalat var ekki fallegt dæmi, en það er ástæðulaust að dæma "Sambandið" út frá því, Ítalíu ekki heldur.

Ég get nú ekki séð að Íslendingar hafi skilgreint sig út frá því sem þeir tilheyra ekki.  Íslendingar hafa frá því að þeir fengu sjálfstæði starfað með og tekið þátt í starfsemi ótal alþjóðastofnana.  En samstarf er vissulega annað en samruni.

Niðurstöður könnunnarinnar koma mér ekki mjög á óvart.  Það hlýtur þó að vera vonbrigði fyrir "Sambandsinna" að sá flokkur sem er líklega einarðastur gegn "Sambandsaðild" vinnur mest á.

Mér kemur það heldur ekki á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn tapi gríðarleg fylgi.  Ég held að það sé óumflýjanlegt.  Ég mundi telja að árið myndi langt í frá duga til að Sjálfstæðisflokkurinn endurheimti fyrra fylgi sitt, til þess þarf líklega vinstri stjórn.

G. Tómas Gunnarsson, 1.12.2008 kl. 19:23

13 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Fylgið við VG er fyrst og fremst stuðningur við andstöðu þeirra við ríkisstjórnina. Aðferð fyrir kjósendur til að segja Sjálfstæðisflokknum að fara til helvítis. Annars held ég að Geir hafi samið við Ingibjörgu um að kosningar verði ekki haldnar fyrr en eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins í janúar, þar sem flokkurinn mun væntanlega lýsta yfir fylgi við ESB-umsókn og skipta um formann, Þorgerður Katrín taka við. Hún hefur nú um langa hríð talað - undir rós - fyrir ESB aðild. M.ö.o., sjallarnir ætla að fá að endurskilgreina stefnu sína áður en kosið verður. Ef Þorgerður verður formaður í stað Geirs og flokkurinn fellur frá ESB-andstöðunni á hann sér viðreisnar von, og ég gæti meira en hugsað mér að kjósa hann.

Annað: Hér er maður sem segir hlutina umbúðalaust.

Kristján G. Arngrímsson, 1.12.2008 kl. 19:58

14 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er nú alltaf varhugavert að ætla að fullyrða um fylgishreyfingar.  Aðrir sem ég hef heyrt í vilja meina að fylgishreyfingarnar séu meiri "hliðrun".  Þ.e.a.s. að fylgi frá Sjálfstæðisflokknum hafi farið yfir á Samfylkingu (að stórum hluta þá óánægðir "Sambandssinnar", en Samfylking hafi misst mikið fylgi yfir til VG (sem væru þá að lýsa yfir vilja um að stefna til vinstri, og þyki Samfylking vera orðin of samdauna "fjármagninu").

En það er alveg rétt hjá þér að Landsfundur Sjálfstæðisflokksins mun líklega verða tímamót í þessarri umræðu, hvernig sem úrslitin verða. 

Það er alltaf nóg af fólki sem talar umbúðalaust, og þó að einhver láti þessi orð falla á samkomu hjá "Sambandssinnum" í Noregi, þá missi ég ekki svefn yfir því.

G. Tómas Gunnarsson, 1.12.2008 kl. 20:22

15 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Hér talar svo Styrmir.

Kristján G. Arngrímsson, 1.12.2008 kl. 21:03

16 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Já, blessaður landsfundurinn verður án efa skemmtilegur og spennandi, ég treysti mér ekki til að spá um hver verður niðurstaðan.

G. Tómas Gunnarsson, 1.12.2008 kl. 21:39

17 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Spurning hvort hinu sögulega hlutverki Sjálfstæðisflokksins er lokið. Það er að segja, hlutverki flokksins í Íslandssögunni, þannig að hann verði ekki lengur það hreyfiafl þeirrar sögu sem hann hefur verið hingað til. Nema flokkurinn endurnýist með því að Styrmir og þau viðhorf sem hann er fulltrúi fyrir hverfi og í staðinn komi ný viðhorf með nýju fólki. Það er að segja, að bylting verði í flokknum.

Ég spái því, að ef landsfundarniðurstaðan verður Styrmi hugnanleg ljúki þar með ofannefndu hlutverki flokksins sem hreyfiafl í Íslandssögunni, og hann fari á eftirlaun, svona eins og Framsóknarflokkurinn er á, og verði ca. helmingi minni en hann hefur verið hingað til. Þá tekur Samfylkingin væntanlega við hreyfiaflshlutverkinu og verður stærsti flokkurinn.

Kristján G. Arngrímsson, 2.12.2008 kl. 15:07

18 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Auðvitað er sterk staða Sjálfstæðisflokksins ekkert náttúrulögmál og oft hefur hann þurft lítið til að halda því.  Aðeins að vera örlítið álitlegri en hinir flokkarnir, sem oftast í Íslenskum stjórnmálum hefur ekki verið flókið.

Þetta er nefnilega flókin pakki, sem ef til vill er engin leið að skilja til fullnustu, þetta samband kjósenda og flokka.  Eitthvert besta dæmið um það er líklega nýleg skoðanakönnun sem sýndi að u.þ.b. 60% Reykvíkinga vildi að flugvöllurinn væri kyrr á sínum stað.  En það þýðir ekki að reikna megi með því að sami hópur ætli að kjósa þann eina borgarfulltrúa sem hefur staðið einarður með flugvellinum alla tíð.  Líklega er að hans fylgi verði á bilinu 3 til 8% svo reynt sé að giska.

Ég held að líkurnar séu meiri en ekki að niðurstaða Landsfundar verði Styrmi til ánægju, og mér kæmi það ekki á óvart þó að í næstu kosningum sætti hann sig við verulegt fylgistap (ekki þó aðallega vegna "Sambandsstefnunar"), en eigi samt sem áður gríðarlega möguleika á því að snúa sterkari til baka.

Ég held nefnilega að þó að megi að mörgu leyti segja að eðlilegt sé að forystukeflið falli úr höndum Sjálfstæðisflokksins, því að margir telja líklega óhætt að prófa að breyta til eftir ríflega 17. ár, þá rís Samfylkingin einfaldlega ekki undir hlutverkinu, sem myndi fljótlega verða flestum ljóst, sem er það ekki nú þegar.

G. Tómas Gunnarsson, 4.12.2008 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband