Það sem vantar í fréttina - "follow the money".

Stjórnmálin eru með líflegasta móti í Kanada þessa dagana, eins og víðar.  Kosið var fyrir rétt rúmum mánuði.  Þær kosningar styrktu minnihlutastjórn Íhaldsflokksins lítillega en færðu ekki mikil tíðindi, nema helst hve Frjálslyndi flokkurinn seig niður og er í sögulegu lágmarki nú um stundir.

En það sem vantar í þessa frétt er það sem er líklegra en annað til þess að fá flokkana á vinstri væng Kanadískra stjórnmála til þess að mynda samsteypustjórn.

Það er ekki minnst á tillögu ríkisstjórnarinnar um að fella niður opinber framlög til stjórnmálaflokkanna.  (sjá blogg um þá tillögu fyrir nokkrum dögum)

Eða eins og segir í frétt frá AP:

The opposition has also objected to Harper's plans to scrap public subsidies for political parties. The opposition relies on the subsidies far more than Harper's Conservatives, who have raised twice as much in donations as the three opposition parties combined.

Aðra frétt frá AP, sem segir svipað má finna hér.

Hér er ágætis frétt í Globe and Mail um málið, þar segir m.a.:

Another New Democrat said there is much enthusiasm within the party for finding a way to bring down the Tories — enthusiasm that was heightened by Conservative proposals to end government subsidies to political parties for every vote they earn.

But it is the lack of movement on the economic front that both New Democrats and Liberals cited as the real impetus behind the decision to hold coalition talks. And neither party, they said, would be willing to back down unless the Conservatives do something dramatic in terms of economic stimulus — specifically help for the auto sector — over the next few days.

Hér og hér má sjá dálkahöfunda í National Post fjalla um málið á frjálslegri nótum.  Hér geta menn leyft sér að vera frjálslegri en í fréttum og lesa má setningar eins og þessar:

No one knows who might blink as the Conservatives fearlessly and foolishly bait their opponents, seemingly eager to be dragged down to defeat over their plan to eliminate a $1.95-per-vote annual tax subsidy for political parties. The plan would all but cripple the opposition, while saving the treasury a paltry $30-million.

A prime minister leading a governing party that had just hit a historic low in voter support? International leaders would call him the punchline to an election joke. Finance Minister Jack Layton? Watch the TSX reaction to that.

Gilles Duceppe said on Friday that he has no ambitions to run Canada — no surprise, given his stated ambition is to dismantle it. But he did say he was talking to the other parties and would support any coalition that introduced policies that were good for Quebec.

Mr. Harper reacted like the boy who pokes the dog with a stick and then complains about being bitten. “The Opposition is working on an agreement in back corridors to reverse the result of the last election, without the consent of voters...They want to put in place as prime minister someone [Stéphane Dion] who was rejected by the voters of Canada only six weeks ago.”  

Whatever their protestations, there’s a good rule of thumb that says when an MP tells you it’s not about the money, it’s about the principle, then it’s really about the money. The government has already said that it will bring down a budget within a matter of weeks and that there will be fiscal stimulus in that budget. Quite how a period of political instability, perhaps including a general election, would expedite that process remains unclear.

Það er hiti í stjórnmálamönnunum, enda ekki á hverjum degi sem talað er um að fella niður stuðning til flokkanna.  Hitinn er svo mikill að það er talinn raunverulegur möguleiki á því að mynduð verði samsteypustjórn, en eftir því sem ég kemst næst hefur það ekki gerst í Kanada síðan í fyrri heimstyrjöld.

Það kemur þó fram í fréttum að von sé á "aðgerðapakka" í fjárlagafrumvarpi sem ríkisstjórnin leggur fram í febrúar (það sem nú er til umræðu er nokkurs konar áfangatillögur).  Sumir vilja meina að það sé of seint, en aðrir segja að það sé best að bíða eftir því að Obama taki við sunnan við landamærin, þar sem efnahagur Kanada og Bandaríkjanna sé það samtvinnaður.  T.d. eru bæði ríkin að reyna að ákveða hvað eigi að gera í málefnum bílaframleiðenda.  Á hitt beri svo að líta að Kanada standi vel og hafi ekki orðið illa úti í alþjóðakreppunni.

En þetta gæti orðið sögulegt.  Stóra spurningin er auðvitað hvort að myndum verði minnihluta samsteypustjórn Frjálslynda flokksins (Liberal Party) og Nýja Lýðræðisflokksins (New Democratic Party).  Quebec flokkurinn (Bloc Québécoise) hefur líklega lítinn áhuga á að sitja í stjórn, en getur vel hugsað sér að sitja á "hliðarlínunni" og styðja hvað sem þeim þykir álitlegt fyrir Quebec.

Spurningin sem margir velta fyrir sér er hvað slík stjórn myndi endasta lengi og hve stórt skref til vinstri hún tæki.  Ýmsir hafa velt því upp að ekkert gæti orðið betra fyrir Íhaldsflokkinn en að Frjálslyndi flokkurinn færðist til vinstri og gæfi eftir miðjuna sem Íhaldsflokkurinn gæti sótt inn á.

En líklega er best að afgreiða þetta með "klisjunni", þetta eru spennandi tímar.  Svo spennandi tímar að meira að segja Kanadísk stjórnmál sem hafa gjarna þótt frekar bragðdauf, eru á suðupunkti.


mbl.is Hóta að steypa kanadísku stjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband