IceSave - skrýtnir útreikningar

Það hlýtur að vanta frekari upplýsingar í þessa frétt.

Talað er um að eignir Landsbankans séu á bilinu 800 til 1200 milljarðar.  Það væri vissulega gott að fram kæmi hvenær það verðmat var gert.  Var það í vor, sumar, haust, eða eftir "hrun"?

IceSave skuldbindingin er sögð 625 milljarðar.

Samt er reiknað með að 140 til 160 milljarðar falli á ríkið.

Er þá reiknað með að 465 til 485 milljarðar fáist fyrir eignir sem lægra verðmat á er 800 milljarðar?

Það er engu líkara en að Ingibjörg sé að miða við ríflega 1100 milljarðar skuldbindingu.  1000 milljarða eignir, en samt þurfi að leggja til 140 til 160 milljarða.

Nú þætti mér fengur í því að fá frekari fréttir.

Sömuleiðis væri fengur í því að birt yrði hver eignastaða/skuldbindingastaða Landsbankans var á Íslandi.


mbl.is Eignir Landsbanka duga ekki fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Getur einhver sagt hvað það varð um peninganna?

Heidi Strand, 27.11.2008 kl. 18:52

2 identicon

Hvada penninga ...papirs eda hvad ... hvada eignir eru menn ad tala um..... pappa penningarnir eru horfnir laninn sem tid ludarnir tok a haekuni i ibudaverdinu... well vaeri ti i ad vita hvad tessir menn eiga sem hægt er ad selja ... 

Stormur (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 19:03

3 identicon

Björgvins sagði að Gylfi væri í sökudólgaleik ,en er hann ekki bara í afneitunarleik ?ásamt fleirum.

oli (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 19:10

4 identicon

Fyrir samkomulag voru sagðar einhverjar fréttir um að eitt af því sem væri deilt um við Breta væri forgangsröð krafnanna, þ.e að Bretar vildu ekki samþykkja að innistæðueigendur væru einir fyrstir í röðinni. Frá þessu var sagt í einni frétt sem birtist á eyjunni og ég man ekki hvaðan var ættuð. Síðan hefur ekki verið fjallað meira um forgangsröð krafna í fjölmiðlum.

Án þess að ég viti nokkuð um það þá gæti það passað að Bretar hafi komið fleiri kröfuhöfum fremst í röðina.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 19:12

5 identicon

Hallo ...vitid afhverju tid bitch ekki  ut af Jon asgeir ... eda hinum .... tvi ad teir eiga eignirnar ... og okkar skita bankar eiga krofur i teim.... og ef bjanarir verda gjaldtrota ... ta erum vid lika buinn ad skita i buksurnar ...  og ef VG getur reddad tvi frekar en teir sem stjorna .. ta nenni eg ekki heim aftur ... omurlegt ..

stormur (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 20:08

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er rétt sem kemur fram hjá Laissez Faire, peningarnir eru þarna, enda eru 1000 til 1200 milljarðar gríðarupphæð, þó að hún hafi ábyggilega rýrnað mikið.

Bestu þakkir fyrir þessar upplýsingar Hans, sem ég vona þó að séu ekki réttar.  En það væri eftir öðru að Bretar og "Sambandið" hafi neytt Íslendinga með hótunum og aflsmunum að ábyrgjast meira heldur en innistæðutrygginguna.  Ég tek það fram að ég var fylgjandi því að hún væri greidd, en þar átti líka að setja punktinn.

En mér finnst að fjölmiðlar þurfi að koma þessu á hreint.

Það er mikill munur á 625 milljarða skuldbindingu og ríflega 1100 milljarða.  Það er jú u.þ.b. munurin á heilli eða hálfri landsframleiðslu.

G. Tómas Gunnarsson, 27.11.2008 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband