26.11.2008 | 15:01
Agnes og bankaleyndin
Auðvitað á Glitnir að krefjast þess að Agnes verði stöðvuð. Auðvitað á Glitnir að kæra Agnesi til lögreglu fyrir brot á bankaleynd. Glitnir hlýtur og verður að gæta hagsmuna viðskiptavina sinna og sjálfs síns.
Þegar lög eru brotin er það farvegurinn sem er eðlilegur.
En, og það eru alltaf einhver en, með því að segja að Morgunblaðið og Agnes hafi framið meint brot á þagnarskylduákvæðum laga um fjármálafyrirtæki, er Glitnir sömuleiðis að segja að það sem Morgunblaðið og Agnes hafa verið að segja sé satt. ´
Slúður og lygi falla nefnilega ekki undir þessi lög, heldur færi kæra um slíkt aðra leið og varðaði við önnur lög.
Hitt vekur líka athygli mín að það er Nýi Glitnir sem stendur í þessu skaki. Ég hef nú ekki fylgst með þessu máli og les ekki Morgunblaðið, en ég stóð í þeirri meiningu að Agnes hefði verið að birta upplýsingar úr lánabók "gamla" Glitnis, þannig að það væri þá skilanefndarinnar að standa vaktina.
En bankastýru sem hefur það ekki á hreinu hvort hún skuldar 200 milljónir eður ei, hlýtur að fyrirgefast þó að hún sé ekki með það alfarið á hreinu hjá hvaða banka hún mætir í vinnuna til.
FME hefur umfjöllun Morgunblaðsins til skoðunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:58 | Facebook
Athugasemdir
Burt með þessa gerspilltu kerlingarbeyglu sem veit ekki hvar hún vinur núna og lögfræðingur ekki heldur
ADOLF (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 17:36
Komið með sannlekann upp á borðið það á ekki að hlífa sakamönnum
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 26.11.2008 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.