25.11.2008 | 01:38
Fer IMF fram á það að Lettland aftengi gjaldmiðil sinn frá euroinu?
Það gengur mikið á í veröldinni. Mörg ríki eru í vandræðum, eins og Íslendingum er að fullu kunnugt. Eitt af þeim ríkjum sem komið er í alvarleg vandræði er Lettland.
Gjaldmiðill Lettlands, "latið" er fasttengt euroinu, enda Lettland aðili að ERM2. Þrátt fyrir þá "töfralausn" sem fólgin er í því að lýsa yfir vilja til inngöngu í "Sambandið" og hve "vel" sú yfirlýsing mun hafa reynst Eystrasaltsríkjunum (sjá hér og hér), hefur efnahagur þeirra átt í sívaxandi erfiðleikum undanfarin misseri.
En nú er svo komið í Lettlandi að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er að búa sig undir að aðstoða landið og lögreglan þar er farinn að handtaka einstakling fyrir að "dreifa orðrómi um hugsanlega gengisfellingu "latsins", sjá hér. Þannig er ástandið í "Sambandsríkinu" Lettlandi sem beitti "töfralausninni" hans Árna Páls Árnasonar alþingismanns.
En nú eru að birtast fréttar (rétt er að taka fram að þær eru ekki staðfestar), þess eðlis að eitt af skilyrðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kunni að vera það að Lettlandi gengisfelli gjaldmiðil sinn gagnvart euroinu og jafnvel leggi niður bindinguna.
Þetta má lesa í frétt frá Dow Jones.
Það hlýtur að flokkast undir kaldhæðni örlaganna ef stofnun undir stjórn Dominique Strauss-Kahn leggur stein í götu gjaldeyrissamrunans í "Sambandinu", en auðvitað eru góð ráð dýr í Lettlandi þessa dagana, rétt eins og svo víða annarsstaðar.
Ef af gengisfellingunni verður yrði það ekki bara gríðarlegt áfall fyrir Lettland, heldur myndi það setja gríðarlegan þrýsting á gjaldmiðla Litháen, Eistlands og Búlgaríu, en þeir eru allir fasttengdir við euroið.
Hitt gæti líka verið að Lettneska lögreglan verði að handtaka sívaxandi hóp manna, því orðrómurinn um gengisfellingu virðist ekki gera neitt nema magnast.
En í frétt Dow Jones, segir m.a.
But economists say that the IMF may demand, in exchange for aid, that Latvia devalue its currency to boost export competitiveness.
That would put strong pressure on Lithuania, Estonia and Bulgaria - East European members of the E.U. that also have currencies fixed to the euro, economists say.
"Eventual Fund help might...be conditional on giving up the currency board regime and allowing faster real exchange rate depreciation to rebuild competitiveness," said economists at BNP Paribas SA in a research note.
Citigroup Inc. economist David Lubin said: "The IMF's own credibility was severely damaged as a result of its decision to continue financing Argentina's currency board in the run-up to that country's December 2001 devaluation, and we think it is unlikely that the IMF will want to repeat that mistake."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.