17.11.2008 | 05:18
Obama Wagon(er)....
Ég er ófeiminn við að viðurkenna að ég var ekki einn af stuðningsmönnum Baracks Obama, það var reyndar ekki hægt að segja að ég væri stuðningsmaður John McCaine heldur, en þó reikna ég með að ég hefði endað með því að kjósa hann, hefði ég dröslast á kjörstað, hefði ég haft kosningarétt í Bandaríkjunum.
Hvorugur frambjóðandinn þótti mér góður kostur, þó að því verði heldur ekki neitað að báðir höfðu ýmislegt fram að færa.
Obama var óneitanlega "symbólískari" og gaf í kosningabaráttunni meiri vonir um breytingar, en það má svo aftur deila um hvort að breytingarnar væru allar í rétta átt.
Ein af þeim breytingum sem hann léði máls á í kosningabaráttunni og féll í frekan grýttan jarðveg hjá mér, var loforð hans um að endurskoða NAFTA samninginn, með það í fyrirrúmi að flytja/varðveita störf í Bandaríkjunum og svo þær vísbendingar sem hann af í þá átt að vilja vernda Bandarískan iðnað gegn samkeppni.
Eitt af sem vissulega styrkir þá tilfinningu að Obama stefni í ranga átt, er vilji hans og demókratat til þess að setja risavaxnar fjárhæðir til þess að bjarga troiku Bandarísks bílaiðnaðar, General Motors, Chrysler og Ford.
Ef til vill er það vísbending um það sem koma skal.
En það þarf þó ekki að vera að það gildi yfir allt sviðið. Bílaiðnaðurinn er líklega Obama hugleiknari en margur annar iðnaður. Ameríski bílaiðnaðurinn ver einhver verkalýðsfélagavæddasti iðnaður Bandaríkjanna, og þar á Obama stóran part af sínum dyggustu stuðnings og styrktaraðilum.
Því er Obama líklega líklegri til að "gefa" bílafyrirtækjunum fé heldur en mörgum öðrum fyrirtækjum og styðja þannig við verkalýðsfélögin sem að mörgu leyti hafa kverkatak á bílafyrirtækjunum. Bílafyrirækin eru því afar mikilvæg fyrir verkalýðsfélögin, sem hafa verið á meðal helstu stuðningsaðila Demókratflokksisn og Obama. Að mörgu leyti eru bílafyrirtækin mikilvægari fyrir verkalýðsfélögin, heldur en þau eru fyrir Bandaríkin sjálf.
Þessi ákafi Obama og "kratanna" er því að mörgu leyti áhyggjuefni, það boðar aldrei gott þegar hið opinbera er reiðubúið að henda risavöxnum fjárhæðum til einstakra fyrirtækja.
Það höfum við íbúar Ontario þegar reynt, og það með nákvæmlega sömu fyrirtækin, í bílaframleiðslu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Viðskipti, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.