Hvar finnst öll þessi frjálshyggja?

Nú í bankahruninu hefur mikið verið talað um "skipbrot frjálshyggjunnar".  Fæstir skilgreina það svo frekar, en hafa þetta hver eftir öðrum, fréttamenn, ábúðarmiklir stjórnmálafræðingar, stjórnmálamenn og svo auðvitað bloggarar.

En hvar var frjálshyggjan á Íslandi?

Er frjálshyggjan falin í þeirri staðreynd að hvergi innan OECD hefur hlutfall hins opinbera af landsframleiðslu vaxið hraðar en á Íslandi undanfarin misseri og er nú komið yfir 40%?  Eða er ef til vill allt undir 50% frjálshyggja?

Fyrir u.þ.b. 5. árum hófst stærsta framkvæmd Íslandssögunnar, Kárahnjúkavirkjun.  Eins og flestum er eflaust kunnugt olli framkvæmdin miklum deilum.  Þá var því gjarnan haldið fram að virkjunin hefði aldrei verið reist af einkaaðilum og ríkisstjórnin sökuð um gamaldaga "iðnaðarsósíalisma" af ýmsum einstaklingum, oft með ágætis rökum.

Varla er það frjálshyggjan sem menn tala um?

Nú verð ég að viðurkenna að ég þekki ekki til hlítar regluverk bankakerfisins á Íslandi, en hef þó ímyndað mér að það hljóti að stærstum hluta að vera sniðið eftir regluverkinu í "Sambandinu".  En ef einhver sem þekkir þessi lög sæmilega og les þetta, væri ég þakklátur ef viðkomandi gæti sagt mér að hvaða leiti, regluverkið fyrir Íslensku bankanna er frábrugðið t.d. regluverki því sem gildir á Norðurlöndunum.

Og fyrst við erum farin að tala um Norðurlöndin, skyldi bankakreppan sem skall á í Finnlandi og Svíþjóð snemma á 10. áratug síðustu aldar hafa verið frjálshyggjunni að kenna?  Beið hún líka skipbrot hjá Finnum og Svíum?

Endilega komið nú með dæmi um hina "óheftu frjálshyggju" sem hefur tröllriðið Íslandi á undanförnum árum, orðið er laust í athugasemdum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband