IceSave enn á ný

Nú lítur út fyrir að Íslendingar ætli að greiða "trygginguna" eða að hámarki 20.887 euro fyrir hvern þann reikning sem var í IceSave í Bretlandi og Hollandi.  Ég hef um nokkurn tíma verið þeirrar skoðunar að undan þessarri kvöð yrði varla vikist, EEA/EES samningurinn leggur Íslendingum þessar byrðir á herðar, þó eins og oft er megi vissulega deila um lagatúlkun, þá myndi ég telja "vilja" laganna ótvíræðan.

Hitt er svo annað mál, að flestir eru líklega að komast á þá skoðun að lög sem gilda um fjármálastofnanir á EEA/EES séu meingölluð, þurfi verulegra lagfæringa við, en það breytir ekki því sem var.

Auðvitað er það flestum ljóst (eftirá) að best fer á að allar fjármálastofnanir í hverju landi séu á ábyrgð heimalandsins og lúti forsjá þarlends fjármálaeftirlits.  Hvernig á t.d. Fjármálaeftirlitið á Íslandi að geta annast eftirlit með hugsanlegum útibúum í öllum löndum EEA/EES, sem slíkt leyfa?

En mér hefur líka þótt merkilegt að sjá að það er eins og ýmsir, sem jafnvel hafa verið á þeirri skoðun að "borga ekkert" og "láta ekki beygja sig", finnst sjálfsagt að lúffa, nú þegar "Sambandið" segir það.  Sumpart líklega vegna þess að nú er um enn stærri aðila að ræða en "Flash Gordon" og Bretana, sumpart vegna þess að þaðan getur ekkert nema gott komið.

En loksins er líka farið að ræða um IceSave eins og það séu að minsta kosti eignir fyrir stærstum hluta "tryggingarinnar", annað gat varla staðist.

En fyrir ríflega þremur vikum bloggaði ég um IceSave, ég held að það sé enn í fullu gildi.

 

Ég hef verið einn af talsmönnum þess að ekki eigi að greiða skuldir Íslensku bankanna.  Ríkið ber ekki ábyrgð á bönkunum og skuldum þeirra.

En þetta vil ég að Íslendingar greiði.  Hér er ekki verið að greiða skuldir Íslensku bankanna, hér er verið að greiða til baka hluta af innlánum sem einstaklingar eiga í Íslensku bönkunum, í þessu tilfelli Landsbankanum.

Á þessum er reginmunur.  Skuldir og innlán, debts og deposits.  Hafa ber í huga að með þessu eru Íslensk stjórnvöld heldur ekki að ábyrgjast eða borga út innlánin, heldur aðeins að borga út þá innlánstryggingu sem sagt er að sé í gildi á Evrópska efnahagssvæðinu (EEA).  Ég veit að uppi er lagaleg túlkun sem gæti minnkað þessa ábyrgð, en ég held að hér eigi Íslendingar ekki að skjóta sér undan.

Hér er um að ræða sparnað Bresks almennings, hinna Bresku "Jóns og Gunnu", almennings sem Íslensk stjórnvöld stigu lofsvert skref til að vernda þegar þau breyttu lögum og settu kröfur innlánseigenda í forgang.  Þeim er sjálfsagt að standa skil á þeirri tryggingu sem nefnd hefur verið (20.000 euro að hámarki).

En lítum á stærðir í þessu sambandi.  Talað er um að til að greiða þessar tryggingar þurfi 3. milljarða punda, rétt tæpa 600 milljarða Íslenskra króna.  Til samanburðar má nefna að talað hefur verið um að skuldir Baugs Group við Íslensku bankanna nemi á bilinu 1 til 2 milljarða punda, eða á bilinu 200 til 400 milljarða Íslenskra króna.  Þessi skuld Baugs Group er auvitað langt í frá einu eignir Íslensku bankanna og verður að teljast afar líklegt að þessir 3. milljarðar punda náist inn við eignasölu og ríflega það.  Samkvæmt breyttu lögunum (sem ég tel að gildi um IceSave reikningana, þar sem þeir voru "chartered" frá Íslandi), væru þessar kröfur hvort eð er í forgangi þegar bú "gamla" Landsbankans verður gert upp.

En þessi upphæð er eins og tár í tómið þegar rætt er um heildarskuldbindingar bankanna.

Til samanburðar má geta að skuldabréf útistandandi á Íslensku bankana eru talin vera um $60 milljarðar, eða lauslega reiknað u.þ.b. 6600, eða ríflega 10 sinnum stærri upphæð.  Þá eigum við eftir að bæta við innistæðum sem fara yfir 20.000 euro, innistæðum sem eru eign annarra en einstaklinga og innistæðutryggingin nær ekki yfir.  Ég hef ekki heyrt neinar tölur um hvað þessi síðasti liður er hár, en ef marka má fréttir eru um að ræða hundruði milljarða Íslenskra króna.

Það eru þessar skuldir sem Íslendingar eiga að standa fastir á að þeir beri ekki ábyrgð á og ætli ekki að greiða, ekki nema að því marki sem peningar kunna að verða til í búi "gömlu" bankanna.  Þar eiga innlán að vera í forgangi, en Íslenska ríkið getur ekki tekið ábyrgð á skuldum bankanna.  Punktur.

Íslendingar hafa verið þátttakendur í Evrópska efnahagssvæðinu í á annan áratug. Þótt að rangt hafi verið af Jóni Baldvini að lýsa því yfir að Íslendingar hafi fengið allt fyrir ekkert, hefur þjóðin notið þess að vera aðili að þessu samstarfi. 

Við þurfum því að fara eftir þeim reglum sem gilda innan svæðisins, t.d. hvað varðar innistæðutryggingar.  Íslenskir bankar spiluðu eftir reglum svæðisins hvað varðaði starfrækslu útibúa í ríkjum svæðisins, og "smáa letrið" segir að það sé ábyrgð Íslendinga.

Hvað Íslendingar gætu unnið með því að fara dómstólaleiðina, til að reyna að komast hjá því að greiða innlánstryggingu, eftir að þeir sjálfir hafa breytt lögum á þann veg að innlán skipi forgang við skiptin, er mér hulið.

P.S.  Ef Bretar hefðu komið með tillögu í þessa átt  í upphafi (að lána og aðstoða Íslendinga við að greiða út innlán) hefði margt skipast á annan veg.  Það versta við það að samþykkja þetta er að "Flash Gordon", kemur út sem súperhetja í Bretlandi.  Hann verður maðurinn sem "went to Iceland and got our money". 

Það er það "brownsædið" á þessum "díl".

Fréttina sem var tengd við þessa færslu má finna hér.

Bloggið sjálf er hér.

 


mbl.is Þokast í átt að lausn á IceSave-deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Skuldbinding sem gerð er vegna Icesave er ekki byndandi þar sem hún er þvínguð fram.

Impossibilium nulla obligatio Ógerningi fylgir engin skuldbinding

Úr Lögbók Jústinians Keisara April 7, 529 A.D. Corpus Juris Civilis, (Dig 50.17.185).

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 15.11.2008 kl. 03:27

2 identicon

Góð tilvitnun (í góða færslu). Augljóslega skuldum við þeim sem eiga innistæðulán peninga að lágmarki 20000 evrur.

Það sem pirrar mig við þessar umræður er fólkið sem heldur fram annað!.

Sú pæling að ætla að borga þeim á Íslandi þetta lágmark (sem er 3 milljónir ef ég man rétt) en ekki þeim í Bretlandi, er svona svipuð pæling eins og að segja að allir þeir sem eru hvítir fá peninga sína en þeir sem eru svartir geta átt sig, það sem Ísland þarf að gera er bara borga það sem þeir skulda með reisn!. þá kannski höldum við eitthvað af þessu trausti sem er svo mikilvægt í bankageiranum nú til dags.

Auðvitað fór Breska stjórnin illa að okkur, en nú er málið að vera stærri en þau, stöndum við skuldbindingar okkar. Borgum okkar skuldir (til Bretlands og Hollands) kærum og kvörtum svo eftir á. Kannski og seint núna, en fólk verður að skilja að útibú í Bretlandi nýtur sömu réttinda og útibú á Akureyri. Sem þýðir það að fólkið í Bretlandi (eða Hollandi) á jafn mikið skilið að halda í peninganna sína eins og fólk á Íslandi, og að mismuna eftir þjóðerni varðar við lög!

Þessvegna þetta kennitöluflak sem FME stóð fyrir gerði bara illt verra, enginn treystir þessum nýjum bönkum, þessi alvarlegu mistök munu bitna á framtíð okkar. Þar sem reikna má með að kynslóðir sem munu útskrifast úr Háskólum Íslands munu leita framhaldsmenntum og vinnu til útlanda.

Ekki áfellist ég þau, þar sem ekkert bíður þeirra á Íslandi

Tryggvi Stefánsson (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 05:57

3 identicon

 

Ég held að það sé að renna upp örlagastund hjá Íslensku þjóðinni. 

Ég spái því að hér séu að gerast atburðir sem eigi eftir að vekja athygli á heimsvísu. Fólk er ekki ennþá

að átta sig á því hvað er um að ræða sem hér er verið að semja (stilla okkur upp við vegg) um.

Samkvæmt fréttum er Íslenska ríkið að fara að skrifa upp á skuldaviðurkenningu upp á 640 miljarða. Hvernig fær ríkið

tekjur til að geta staðið undir sínum skuldbindingum almennt? Jú með skattlagningu, meðal annars á tekjur einstaklinga.

Sem sagt, þessi skuld er okkar almennings að greiða. Landsbankinn sem bar ábyrgð á Icesave innlánsreikningum

var einkafyrirtæki sem starfaði ekki í umboði ríkisins, hvaðþáheldur í umboði almennings á Íslandi. (Annað mál er

að bankinn eins og sumar aðrar fjámálastofnafnir var rekinn af þröngum hópi elítu sem gat fengið stórar upphæðir

af lánsfé á lágum vöxtum og fært inná markaði er ríktu háir vextir, hirt vaxtamuninn og leikið milljarðamæringa).

Og hvað með þessar eignir sem sagt er að Landsbankinn eigi og geta komið á móti skuldum? Fullkomin óvissa ríkir

um hvers virði þessar eignir eru og hverjar heimtur af þeim verða í framtíðinni. Bent hefur verið á allt eins sé líklegt að

eingnirnar muni reynast lítils virði er á reynist. Að auki er ekki ólíklegt að það sé hvorki auðvelt né hreinlegt verk að halda

lífi í eignum Landsbankans og hámarka virði þeirra.

Samt sem áður mun væntanlegt samkomulag um skuldarviðurkenningu

ríkisins fela í sér að skuldin 640 Mi verði eign skattgreiðanda og það verði bara að koma í ljós hvað þrotabú Lansbankans mun geta gefið af sér.

Ljóst er að þær tölur sem hér eru á ferðinni eru allar úr takti við stærð og getu Íslenska hagkerfisins. Tala af stærðinni 600 Mi er

skattpíning á þegna Íslands líklega marga áratugi fram í tímann, og jafnvel þó að eitthvað skili sér af eignum Landsbankans.

Það sem hér er á ferðinni snýst um mannréttindi. Ríkisstjórn Íslands hefur ekkert umboð til að skella þessari skuld á almennig

með einhverja von um eignir Landsbankans til hugsanlegrar tryggingar. Þessi banki starfaði ekki í nafni almennigs og er ekki á ábyrgð hans.

Ef þetta verður niðurstaða málsins er ljóst að gríðarleg óvissa mun skapast um langa framtíð á Íslandi, sjálfstæði þjóðarinnar,

og viðreysn efnahagsins. Þetta mun hleypa stax mjög illu blóði í þegna landsins að hafa slíka afarkosti hangandi yfir sér og sérststaklega

yngri kynslóðina sem líklega mun strax sjá hag sínum best borgið með því að yfirgefa landið.

Lokaniðurstaða: Ríkisstjórn Íslands hefur ekkert umboð Íslensku þjóðarinnar til að samþykkja þessa skuldarviðurkenningu.

Ég vil sjá að það verði stofnuð hreyfing fólks hér á Islandi sem mun neita að borga skuldir sem það ber enga ábyrgð á.

Varðandi lausn á deilunni við ESB, Breta og Hollendinga hlýtur það að vera skynsamlegt að viðurkenna það að allar innistæður viðskiptavina Landsbankans séu jafnréttháar, sama hvaða útibú er um að ræða og hvert þjóðerni viðskiptavinarins er. Innistæður almennt yrðu þá forgangskröfur í þrotabú bankans. Þetta þýddi að Íslenska ríkið myndi í raun afnema hina innlendu innistæðutryggingu sína og allir viðskiptavinir Landsbankans tækju á sig tjón í réttu hlutfalli við innistæður sínar. Ljóst er að þetta er ekki nákvæmlega tæknilega framkvæmanlegt svona þar er sumir viðskiptavinir LB eru nú þegar búnir að taka út sitt fé osfrv, en hugmyndafræðilega er þetta hægt. Það kæmi þá einhverskonar bakreikningur til Landsbankans eða ríkisins eftir því hvernig vinnst úr þrotabúi bankans. Þessi bakreikningur yrði viðráðanlegur fyrir Íslenska hagkerfið og sanngjarn. Málinu yrði þá lokið og engar risavaxnar skuldbindingar lagðar á Íslendinga til langrar framtíðar.

Bestu kveðjur,

Bjarni Hafsteinsson 

Bestu kveðjur,

Bjarni Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband