Sambandsparadísin hans Árna Páls - annar hluti

Það er rétt rúmur mánaður síðan það birtist frétt á vef Viðskiptablaðsins þar sem þingmaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, fullyrti að yfirlýsing um Evrópusambandsaðild væri töfralausn fyrir Íslenskt efnahagslíf.  Tók hann sérstaklega fram hvað það hefði reynst Eystrasaltslöndunum vel.

Ég bloggaði nokkuð um þessa frétt þegar hún birtisti, en það má lesa hér

En hvernig skyldi Eystrasaltslöndunum vegna í kreppunni?

Rétt eins og annars staðar í veröldinni hefur leiðin hjá þessum "Sambandsríkjum" legið niður á við, enda vart við öðru að búast eins og aðstæður eru.

Fjármálaráðuneytið í Eistlandi spáir því að atvinnuleysið verði orðið 9% í vor, Lettneska ríkisstjórnin varð að taka ráðandi hlut í  næst stærsta banka landsins, Parex Bank.  Eftir því sem fréttir herma greiddi hún 2. lati fyrir þennan helmingshlut, en það er eitthvað í kringum 400 krónur Íslenskar nú á dögum lága gengisins.  Athugið að í fréttinni er ekki minnst á að til greina hafi komið að Evrópski seðlabankinn hafi komið að málinu, sem lánveitandi til þrautavara (Lettland er ekki með euro, en í ERM2), heldur er það ríkisstjórnin sem gengur í málið.

Eistland og Lettland eru þegar komin í efnahagslegan samdrátt og reiknað er með að Litháen bíði það hlutskipti á næsta ári.  Eistneskur efnahagur dróst saman um 3.3% á þriðja árfjórðungi og er það versti árangur í efnahagsmálum síðan 1994.  Samdrátturinn í Lettlandi á sama tímabili varð 4.2%

Sjá má í fjölmiðlum ótta þess efnis að skuldabréf hins opinbera í Lettlandi falli niður í "junk" flokkinn, rétt eins og kom fyrir "Sambands" meðliminn Rúmeníu.

Háværar raddir eru uppi um að Eystrasaltslöndin muni neyðast til að "fella gengið", en þau eru eins og flestum er kunnug meðlimir í ERM2, og með gjaldmiðill sinn festan við euro.  Seðlabankarnir segja þetta þó fráleita niðurstöðu.

Lesa mátti eftirfarandi í frétt Bloomberg:

Countries aiming to adopt the euro must spend at least two years in the Exchange Rate Mechanism, or ERM-2, to demonstrate currency stability. Lithuania and Estonia began participating in the system in 2004, the same year they entered the European Union. Latvia joined a year later. The Lithuanian litas is pegged at 3.4528 per euro and the kroon at 15.6466.

``If they devalue, their ERM-2 test period is reset to zero, so they'll stay there for at least another 24 months before euro entry,'' Hauner said.

Thwarted

Lithuania's ambition to be among the first countries in eastern Europe to adopt the common currency was thwarted in May 2006 as inflation accelerated. Estonia and Latvia were also forced to delay the changeover.

Euro candidates need to cap inflation to within 1.5 percentage points above the 12-month average of the three EU nations with the slowest price growth. Inflation in Lithuania was 10.5 percent in October, and in Estonia 9.8 percent. In Latvia, it was 13.8 percent. The average rate in the euro region is 3.6 percent.

``If your real exchange rate is overvalued, there are two options: either devalue, or accept a recession to make inflation fall relative to the trading partners,'' Hauner said. ``So the Baltics have the choice between a deep recession or postponing euro-zone accession. I think they will choose the latter.'

Í The Economist má lesa eftirfarandi um Eystrasaltslöndin:

At first sight it is these economies that seem in the riskiest position. A sharp slowdown had started even before the global financial crash. Estonia and Latvia in particular had enjoyed remarkable property booms, generously financed by bank lending. That was one factor in their colossal current-account deficits. The bubbles have popped; growth, running in double digits in 2006, has come to a halt.

This has been a hard but so far orderly landing. Whether it now turns catastrophic is an open question. The debts must still be repaid. Fitch, a rating agency, which downgraded all three Baltic countries this month, reckons their gross external financing requirements next year (the money they need for foreign debt repayments and their current-account deficits) are 400% of likely year-end foreign-exchange reserves in Latvia, 350% in Estonia and 250% in Lithuania. These are the highest ratios in emerging Europe.

Auðvitað er ekki hægt að segja að það sama gildi um Ísland og Eystrasaltslöndin, en að mörgu leyti hafa þau öll farið svipaða leið undanfarin 15. ár eða svo, að því marki að hagvöxtur hefur verið gríðarlegur, að mestu leyti fjármagnaður af erlendum lánum, ríkisfjármál í löndunum öllum hafa verið með ágætum, en viðskiptahalli alltof mikill.

Það að lýsa yfir ásetningi um "Sambands" aðild er ekki töfralausn og tryggir ekki hagsæld, Eystrasaltslöndunum gekk vel á meðan lánsfé var nægt (hljómar kunnuglega ekki satt?) en rétt eins og svo mörg önnur ríki hefur lánsfjárkreppan farið illa með þau.  Það sem gerir hlutskipti þeirra þó betra en Íslands, er ekki aðild að "Sambandinu" heldur sterkari fjárhagstengsl við önnur ríki, sérstaklega Svía. 

Flestir stærstu bankarnir eru í erlendri eigu.  Þeir hafa hafið starfsemi í Eystrasaltslöndunum og bera uppi bankastarfseminu.  Líklega hefði það einhvern tíma þótt ólán, að hagnaður af bönkunum rynni að stórum hluta úr landi, en nú er það ótvíræður kostur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þetta með ESB aðildina snýst núna held ég aðallega um að losna við krónuna. Ekki per se að komast í ESB eða taka upp evru, heldur að losna við krónuna. Hún virkar ekki lengur sem gjaldmiðill, nánar tiltekið er hún orðin til svo mikilla trafala.

Það væri bara praktíst séð þægilegra og betra að nota einhverj stærri gjaldmiðil. Það kom í ljós að í rauninni hafði SÍ enga stjórn á krónunni, hvað sem DO sagði.

Og það er einfaldlega eðlilegast að taka upp evru í staðinn fyrir krónuna. Og til að taka upp evru þarf að ganga í ESB.

Ég tek undir að það hefði ekki aftrað bankahruni að við værum í ESB. Ástæða bankahrunsins var einfaldlega sú ævintýralega staðreynd, sem enginn þykist botna í hvernig varð, að bankakerfið var svo stórt. Hlutfallsleg stærð þessa kerfis er kjarninn í því hvernig fór.

En þeirri spurningu hvers vegna hlutfallið varð svona verður áreiðanlega aldrei svarað.

Þó vitum við öll svarið: Sjálfstæðisflokkurinn, með DO í fararbroddi, sleppti "duglegum strákum" lausum og leyfði þeim að gera það sem þeim sýndist í nafni "frelsis".

Því miður eru það orðin örlög forystumanna Sjálfstæðisflokksins undanfarinn áratug að hafa leitt íslensku þjóðina á barm glötunar.

Og því miður var Framsóknarflokkurinn í stjórn með Sjálfstæðisflokknum þessi ár, og Framsókn hefur meiri aðlögunarhæfni en nokkrum er hollt.

Framundan hér á Íslandi er tími svo mikillar afneitunar að við fátt mun jafnast, nema helst allsherjarafneitun þýsku þjóðarinnar á vitund um glæpastarfsemi nasistastjórnarinnar.

Kristján G. Arngrímsson, 15.11.2008 kl. 08:56

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Áróður Samfylkingarinnar fyrir ESB aðild er því ósköp ódýr og þolir ekki nánari skoðun.

Sigurjón Þórðarson, 15.11.2008 kl. 18:46

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Sæll Kristján,

Ég veit ekki hvort að það sé eðlilegast að taka upp euro, en auðvitað er það að mörgu leyti skiljanlegt að Íslendingar vilji ekki notast lengur við krónu sem sveiflast upp og niður.

En, ef þú kynnir þér t.d. sögu Eystrasaltslandanna hvað varðar euro og inngöngu þeirra í "Sambandið", þá muntu komast að því að þessi ríki lýstu því yfir að þau hyggðust ganga inn í "Sambandið" seint á síðustu öld.  Aðildarlönd urðu þau árið 2004.  Síðan þá hafa þau tvívegis þurft að fresta euroupptöku, og nú er talið að áætlun um euroupptöku árið 2012 muni ekki standast.  Þeir sem svartsýnni eru telja að nauðsynlegt verði að fella gengið fyrir þann tíma.

Þannig að af þeirra sögu má ráða að það sé engin "töfralausn" að lýsa yfir vilja til að taka upp euro, og að sú upptaka geti verið þyrnum stráð. 

Ég er ekki að segja að rétt sé að spyrða Eystrasaltslöndin og Ísland í eitt, en ég held að einfaldar lausnir eins og innganga í "Sambandið" 2010, og euro sama ár eða 1. eða 2. árum seinna geti orðið tálsýn ein.

Og hvað á að gera þangað til?  Það er auðvitað aðalspurningin, það sem öllu máli skiptir?  Það er eins og margir hafi minni áhuga á því að ræða það.

Hvað varðar "duglegu strákana" og DO, þá er sömuleiðis um að ræða gríðarlega einföldun, en einfaldar lausnir og einföld "sökudólgaleit" virðist um margt vera aðall Íslendinga um þessar mundir.

Hér er um að kenna mörgum samvirkandi þáttum, vissulega er frelsi einn efnisþátturinn af mörgum.  En það sem vantar ef til vill að leiða í ljós er t.d.:  Hvernig var Íslensk bankalöggjöf t.d. frábrugðin þeim sem gilda t.d. á Norðurlöndunum, nú eða Hollandi, eða Bretlandi?  Var mikið meira "frelsi" á Íslandi?

Heldur þú Kristján, að bankakreppan sem varð snemma á 10. áratugnum í Finnlandi og í Svíþjóð hafi verið "frelsi og duglegum drengjum" að kenna?

Hitt er svo, að mér virðist sem ýmissa orsaka megi leita í EEA/EES samningnum, og því að Íslenskir stjórnmálamenn hafi ekki gert sér grein fyrir því hvaða möguleikum og afleiðingum hann byði upp á.  Bankamenn virðast hafa átt auðveldar með það.

Það má líka velta því fyrir sér hvað gerðist þegar "frjálst flæði fjármagnsins" hófst með EEA/EES?  Hvaða möguleika áttu Íslensk stjórnvöld, nú eða Seðlabankinn?  Gátu þau stöðvað erlendar lántökur bankanna, sveitarfélaganna, fjárfestingarfélaganna án þess að brjóta EEA/EES samninginn?  Misstu þau algerlega stjórn á peningaflæðinu á Íslandi vegna samningsins?  Það er ljóst að eitt öflugasta stjórntæki Seðlabankans, stýrivextirnir, varð haldlítið vegna þessa.

En það er líklega margt til í því hjá Aliber, að hættan hafi blasað við öllum, hvað varðaði Ísland, frá árinu 2005.

G. Tómas Gunnarsson, 15.11.2008 kl. 18:52

4 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það sem ég átti við með að frelsið hafi verið misnotað með blessun stjórnvalda var þetta með stærð bankakerfisins. Þú nefnir Aliber, ég heyrði fyrirlestur hans í gær, og hann sagði kjarna vandans hérna á Íslandi núna - þ.e. hve stór vandinn er - vera falinn í því að bankakerfið fékk að vaxa þjóðarframleiðslunni svona svakalega yfir höfuð.

Geir HH. lýsti því yfir 1. apríl sl. að' bankakerfið væri ekki of stórt.

Af hverju fengu bankarnir að vaxa svona? Það er ekki hægt að benda á EES, íslensk stjórnvöld hljóta að hafa haft rétt til að setja takmarkanir sjálf, en kusu að gera það ekki. Hvers vegna ekki? Af því að það mátti ekki hefta "frelsið" og framkvæmdagleði duglegu strákanna.

En það verður aldrei neinn dreginn til ábyrgðar fyrir nokkurn hlut hér. Þú veist að það tíðkast ekki hérna. Mér er til efs að nokkur maður hér á landi viti hvað í því felst að "draga til ábyrgðar."

Hér er ekki hugsað um að gera hlutina sem best, hér er hugsað um það eitt að gæta hagsmuna og passa upp á sig og sína. Hér þykir sjálfsagt mál að pólitík ráði ferðinni í öllum hlutum, stórum sem smáum.

Auðvitað er ekki víst að evran leysi allan vanda. En það þarf að byrja strax að losa okkur við krónuna.

Kristján G. Arngrímsson, 16.11.2008 kl. 00:19

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Auðvitað er þetta ekki einfalt mál og ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki nægilega vel til Íslensku bankalöggjafarinnar og hvort að hún er t.d. í einhverjum veigamiklum atriðum frábrugðin bankalöggjöf annarra landa, t.d. Norðurlandanna, eða hvort hún er að stórum hluta til tekin upp frá "Sambandinu" eins og ýmis önnur löggjöf.

En það að takmarka stærð bankanna.

Auðvitað er það umdeilanlegt eins og svo margt annað.  Hvernig er best að hefta vöxt banka?  Hvaða lögum er beitt til þess?  Má samkvæmt EEA/EES samningnum hefta fjármagnsflæði?  Hvað átti að leyfa IceSave að taka á móti miklum innistæðum í Bretlandi?  Eða átti aldrei að leyfa þeim að opna útibú þar?  Hversu oft hafa menn heyrt talað um að bankastofnanir neiti því að taka við fé á bankareikninga?

Út af hverju stoppaði Fjármálaeftirlitið ekki opnun IceSave i Hollandi nú í vor, þegar það var ljóst að Landsbankinn var í raun kominn í vandræði með starfsemina í Bretlandi?

Spurningarnar eru margar og ég hef heyrt marga segja að það hefði átt að stoppa þetta, en engan hef ég heyrt segja til um hvernig hefði átt að stoppa þetta.

Auðvitað leysir euroið ekki allan vanda, en það kemur nokkuð örugglega til með að auka stöðugleikann, tryggja kaupmáttinn hjá ríkisstarfsmönnum og þeim sem meira mega sín, en auka atvinnuleysið hjá hinum. 

En það þarf líka að hugsa að um þó að Íslendingar ákveði að taka upp euro í dag, gætu liðið 4, 6, eða átta ár þangað til þeir uppfylla skilyrði til þess að skipta um gjaldmiðil.  Hvað ætla þeir að gera þangað til?

Yfir lengri tíma er æskilegt og hjálplegt að gjaldmiðill endurspegli efnahags þeirrar þjóðar sem hann notar.  Það er langt í frá líklegt að euroið komi til með að gera það á Íslandi. 

Stærsta spurningin verður svo á hvað gengi krónan myndi tengjast euroinu.

G. Tómas Gunnarsson, 16.11.2008 kl. 00:52

6 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Eins og einhver komst að orði, það þarf að notast við "krónulufsuna" þangað til evran fæst.

Ég skal viðurkenna að þetta eru dapurlegar lýsingar hjá þér á áhrifum evrunnar. En er ekki stöðugleikinn þó að minnsta kosti eftirsóknarverður og öllum hagstæður? Ekki höfum við kynnst honum of mikið með krónunni.

Með FME: Einn helsti ráðamaðurinn þar er innsti koppur í búri í Sjálfstæðisflokknum þannig að hann hefur sjálfsagt bara tekið við skipunum frá DO eins og aðrir í þeim flokki þar til nýverið að Þorgerður Katrín gerði uppsteyt gegn Davíð.

Kristján G. Arngrímsson, 16.11.2008 kl. 09:19

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Partur af vandamálinu hefur verið að ýmsir hagsmunaaðilar (m.a. hinar marglofsungnu greiningardeildir) og sumir stjórnmálamenn hafa með skipulögðum hætti talað niður krónuna, samanber þau orð sem þú vitnar til.

Oft er sagt að í hagkerfinu séu "ventlar", einhverjir mikilvægustu ventlarnir eru gengi, verðbólga og atvinnuleysi.  Ef gengið er að mestu fast, verðbólga getur/má ekki aukast þá er líklegt að þriðji ventillinn blási vel.  Spurningin er sú hversu mikilvægt stöðugt atvinnuleysi verður þeim sem það þurfa að þola?

Undanfarna áratugi hefur "fastinn" í Íslenskri efnahagsstjórnun verið "atvinna fyrir alla", þó að misjafnlega hafi tekist til.  Verðbólga og gengi hafa sveiflast til, gengið þó aðallega niður á við.  Spurningin er hvort að betra sé að hafa allt "fljótandi", eða hvað marga "fasta" er best að hafa, og þá auðvitað hvaða "fasta"?

Auðvitað má vel vera að fullreynt sé með Íslenska stjórnun og Íslenska stjórnmálamenn.  Líklega er það ekki mitt hér í "útlandinu" að dæma um það.  Það fer auðvitað best á því að það geri þeir sem búa á Íslandi. 

Ég myndi þó leyfa mér að segja að ef sú er almenn skoðun Íslendinga, að þá sé betra að stíga skrefið til fulls og leita sameiningar við annað ríki.  Þá er alla vegna hægt að ná almennilegri hagræðingu.  "Sambands" aðild er hins vegar að mínu mati jafngildi þess að afsala sjálfstæði landsins, en halda nokkru fullveldi.  Í mínum er líkt og að hverfa frá ákörðunum Íslendinga árið 1944 og hverfa aftur til 1918.

Ekki það hlutskipti sem ég myndi kjósa Íslendingum, en þetta verða Íslendingar að ákveða - saman og vonandi í sátt.

G. Tómas Gunnarsson, 16.11.2008 kl. 16:43

8 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Samkvæmt síðust fréttum standa nú engir stjórnmálaleiðtogar einarðir gegn ESB aðild og evru nema Steingrímur Joð og Geir Haarde.

Annars hef ég þegar lýst þeirri skoðun minni, sem er einlæg, að best væri að Ísland yrði partur af Noregi. Næstbesti kosturinn er ESB.

Atburðir undanfarinna vikna hafa leitt mér fyrir sjónir, að æðstu ráðamenn þjóðarinnar eru ekkert gáfaðri en ég, og þess vegna tel ég ráðlegast að valdið sé flutt úr landi.

Kristján G. Arngrímsson, 16.11.2008 kl. 19:05

9 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er nú auðvitað hátt upp í þó nokkuð ef Íslenskir ráðamenn eru jafn gáfaðir og þú :-)

En að allri skreytni slepptri þá er ég ekki svo vissir að ráðamenn annarra ríkja, að "Sambandinu" meðtöldu, séu svo mikið gáfaðri en þeir Íslensku.  Það er ekki eins og að önnur ríki hafi ekki orðið fyrir áföllum, eða að þeir hafi ekki gert mistök.  Líttu bara á ástandið í veröldinni í dag, og það er ekki endilega best innan "Sambandsins".

Það er hins vegar auðveldara að fela mistökin í stærra hagkerfi og þau eiga að ýmsu leiti auðveldar með að taka á sig áföll þar sem efnahagurinn er yfirleitt fjölbreyttari, en að sama skapi getur lítið og sveigjanlegt hagkerfi verð fljótara að snúa við blaðinu og vinna sig út úr vandanum.

G. Tómas Gunnarsson, 16.11.2008 kl. 22:17

10 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Vildi bæta því við, af því að þú ert að tala um að ráðamenn Íslendinga séu ekkert gáfaðri en þú, Kristján.  Þá er vert að hafa það í huga að greind, gáfur og prófgráður eru langt í frá trygging fyrir réttum ákvörðunum, ríkidæmi eða hagsæld.

Þannig er engin ástæða til að draga í efa að í bönkunum störfuðu margir af greindustu einstaklingum Íslands og þótt víðar væri leitað.  Þeir hafa sömuleiðis prófgráður frá mörgum virtum og velmetnum háskólum víða um heim.  Það tryggði ekki að réttar ákvarðanir væru teknar eða velgengni bankanna.

Það er ekkert einsdæmi.  Nóbelsverðlaunahafar í hagfræði hafa sett á fót fjárfestingasjóði sem hafa farið á höfuðið með miklum skell, á til þess að gera stuttum tíma.

Það er slæmt ef almenningur telur stjórnvöld óskeikul, það er hins vegar miklu verra ef stjórnvöld sjálf telja sig óskeikul.

Þetta eru bara menn, rétt eins og ég og þú, næsta örugglega betri pólítíkusar, en það er líka allt og sumt.

Hey, ef til vill ættir þú að bjóða þig fram Kristján!!

G. Tómas Gunnarsson, 17.11.2008 kl. 00:54

11 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bara til þess að halda áfram með þessa bollaleggingu, ef þú ert þess fullviss að stjórnendur "Sambandsins" séu gáfaðri en þú og Íslenskir stjórnmálamenn, hvernig stendur t.d. á því að löggjöfin um innistæðutryggingar á EEA/EES svæðinu er ekki betri en raun ber vitni?

Getur það verið að stjórnendur og löggjafar "Sambandsins" séu bara hreint ekki gáfaðri en þú?

G. Tómas Gunnarsson, 17.11.2008 kl. 02:11

12 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það sem ynnist við að ganga í ESB og flytja valdið að hluta úr landi er að þá rofna persónutengslin - sem heita öður nafni spilling - sem ráða svo miklu hér á landi, t.d. um mannaráðningar og þvíumlíkt.

Til dæmis vita allir sem kjósa að loka ekki augunum fyrir því, að Davíð Oddsson er enn æðsti ráðamaður á Íslandi. Alveg eins og Pútín er æðstur í Rússlandi. Haarde og Medvedev eru "proxy". Hvað heitir það á íslensku?

Í FME eru líka menn sem eru beintengdir inní Sjálfstæðisflokkinn og geta því ekkert aðhafst vegna bindinga við þá sem þeir eiga að hafa eftirlit með.

Þetta er svipað og ef ég hefði það hlutverk að hafa eftirlit með þér.

Kristján G. Arngrímsson, 17.11.2008 kl. 13:01

13 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Hvað varðar meinta spillingu, þá minnkar hún ekki við það að ganga í "Sambandið", hún væri líklegri til að aukast.  Það breytist ekkert í Íslenska stjórnkerfinu per se við aðild.  Alþingi, ráðuneytin og all sýstemið er óbreytt, það bætist bara við stjórnunarlag "on top".  Þess utan er "Sambandið" orðlagt fyrir spillingu, það þarf ekki að leita lengi til að finna dæmi um það.

Íslenska orðið sem þú ert líklega að leita að er "leppur". 

Ég hætti aldrei að undrast með hvernig hætti Davíð hefur tekist að grafa sig í sál margra Íslendinga og þeir virðast trúa öllum þessum kjaftasögum sem um hann og völd hans ganga. 

Ef Davíð réði, þá hefði þessi ríkisstjórn aldrei orðið til.  Alla vegna ekki ef marka má söguna sem gekk rétt eftir að hún var mynduð, þess efnis að Davíð hefði verið búinn að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum.  Hann og Svavar Gests voru búnir að handsala þetta.  Hefurðu ekki heyrt þessa?

Hefurðu ekki heyrt söguna um að eitt af skilyrðum IMF væri að reka Davíð, og þess vegna væri Geir að "stalla" umsókninni?

Auðvitað hefur Davíð enn áhrif innan Sjálfstæðisflokksins, en ég hygg að flestir geri sér grein fyrir því að ef Davíð hefði getað handvalið sér eftirmann, þá væri Geir ekki formaður flokksins og forsætisráðherra.  Það er ekki flóknara en það.

Hvað FME varðar, er stjórnarformaðurinn krati, Jón Sigurðsson, hefur orð á sér fyrir að vera ákaflega vandaður maður.  Hann er skipaður af þeim sem FME heyrir undir, en það er gamall allaballi, Björgvin G. Sigurðsson, sem er bæði viðskipta og bankamálaráðherra.

Mikilvægasti tíminn til að afstýra "hruninu" var síðastliðið ár, þó æskilegra hefði verið að byrja fyrr.  Versta klípa Íslendinga er tvímælalaust IceSave.  Þau vandræði voru á könnu FME.  Allir þessir menn og auðvitað mikið fleiri komu að vinnunni við að reyna að leysa það.

Upphafið er hins vegar reglugerð EEA/EES um fjármálastarfsemi, sem bankamenn virðast hafa verið miklu fljótara að átta sig á hvernig virkaði heldur en stjórnmálamenn og eftirlitsaðilar.

G. Tómas Gunnarsson, 17.11.2008 kl. 14:52

14 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Já, leppur er rétta orðið. Um Haarde. Það er alveg augljóst að Haarde lítur svo á, að hann væri ekki þar sem hann er ef ekki værir fyrir Davíð. Lojaltíið er svo afdráttarlaust.

Davíð er öflugasti leiðtogi sem komið hefur fram á Íslandi í áratugi og langt í að nokkur komi fram sem kemst í hálfkvisti við hann. Í því er gríðarlegt vald hans fólgið. Fólk beinlínis leitar eftir leiðtogum sem eru jafn sterkir og hann.

Enda eru stjórnvöld nú gagnrýnd af ekki ómerkari mönnum en forstjóra Össurar hf. fyrir ráðleysi og skort á stefnu og frumkvæði.

Í forsvari fyrir FME undanfarið hefur verið maður sem ég man ekki hvað heitir (Jónas?) en ég man eftir að tengist Sjálfstæðisflokknum. Þannig að það er ekki bara hinn "vandaði" Jón Sig sem þar ræður.

En mér finnst mjög athyglisvert hvernig ráðamenn hérna hafa reynt eftir mætti að veita sem minnsta upplýsingar. Og ekki eru nú fjölmiðlarnir hérna skárri. Maður fær helst upplýsingar úr erlendum fjölmiðlum eins og FT um það sem er að gerast hér innanlands. Ég hreinlega skil ekki hvers vegna þessi feluleikur er í gangi. Hann bendir að vísu til að fólkið viti heiftarlega upp á sig sökina.

Hlýtur að vera.

Kristján G. Arngrímsson, 17.11.2008 kl. 22:42

15 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Eitt enn: Þótt Davíð sé öflugur leiðtogi er nú að koma í ljós að hann er sennilega vonlaus stjórnandi. Þess vegna hefur hann ekki þrifist í Seðlabankanum. Að vera bankastjóri þar er stjórnunarhlutverk, ekki leiðtogahlutverk.

Kristján G. Arngrímsson, 17.11.2008 kl. 22:47

16 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég held að það sé rétt hjá þér að Davíð sé öflugasti leiðtogi sem fram hefur komið á Íslandi nú á síðari tímum.

Stærsti galli slíkra leiðtoga er gjarna tómarúmið sem þeir skilja eftir síg, en við því eru fá ráð.

Jónas Fr. Jónsson Magnússonar (Alþingismanns) er forstjóri FME.  Áður var hann framkvæmdastjóri einhverrar eftirlitsstofnunar EFTA, þannig að meira að segja "gáfaða" fólkið erlendis hefur ráðið hann til starfa.  En ég er nokkuð öruggur um að það er rétt hjá þér að hann er (eða hefur verið) Sjálfstæðismaður.  Því hefur mér aldrei dottið í hug að neita.  Ég var hins vegar að koma því á framfæri að yfirmaður hans er Jón Sig, sem er skipaður af Björgvini G.  Þannig samþættast þetta allt saman.  Ef þeim þykir Jón Fr. ekki standa sig í stykkinu, þá væntanlega gefa þeir honum áminningu, og svo framvegis.

Það er líka rétt að Íslenskir fjölmiðlar eru með eindæmum slakir.  Þar spilar margt saman.  Mannfæð, lítíl sérhæfing, lág laun (sem gera það að verkum að draumur flestra fjölmiðlamanna virðist að gerast "upplýsingafulltrúi".) og svo aftur eignarhald fjölmiðlanna.  Smæðin virkar líka á móti fjölmiðlunum.  Rétt í þessu sá ég til dæmis fréttamann sem fyrir ekki all löngu bauð sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar (og kom inn sem varaþingmaður fyrir flokkinn) fjalla um ræðu áðurnefnds Davíðs Oddsonar.  Hann stóð sig ekki illa per se, þó skynjar maður hvar "samúðin" liggur.  Umfram allt ætti aldrei að setja viðkomandi fréttamann í þessa stöðu.

Ég ætla mér ekki að dæma um hvernig Davíð hefur staðið sig sem stjórnandi í Seðlabankanum, ég þekki ekki nógu vel til þess.  En flestir virðast vera sammála um að Seðlabankinn hafi staðið sig afar vel í krísunni (þá er ég að tala um almenna starfsfólkið).  Um ýmislegt annað er deilt, ekki hvað síst eftir ræðuna í morgun.

En mér sýnist að það séu ýmsir aðrir en Davíð sem þurfi að fara að koma með útskýringar á viðbrögðum sínum í aðdraganda bankakreppunnar.

G. Tómas Gunnarsson, 19.11.2008 kl. 01:03

17 identicon

Sælir

Ég var að sjá þessa færslu og get tekið undir hvert orð hjá Tómasi. Bæði upphaflegu bloggfærsluna og svörin.

Varðandi það sem Kristján segir um krónuna þá er það einfaldlega rangt að krónan sé dauð og að við verðum að taka upp einhvern annan gjaldmiðil. En krónan er sannarlega veik en sjúkdómurinn sem hrjáir hana er af mannavöldum.

Áttum okkur á orsökum og afleiðingu. Gjaldmiðill endurspeglar (afleiðing) efnahaginn (orsök) þ.e. slakur efnahagur, mikil skuldsetning, hár viðskiptahalli, o.s.frv. orskar veikingu gjaldmiðils.

En eitt er alveg á kristaltæru. Hvort sem við höldum krónu eða töku upp evru eða annan gjaldeyri þá þurfum við að laga efnahaginn. Aga hagstjórnina. Þetta er forsenda eitt.

Forsenda tvö er að ekki er hægt að taka upp evru nema ganga í ESB.

Forsenda þrjú er að það tekur a.m.k. fjögur ár að ganga í ESB að sögn sjálfs stækkunarstjóra ESB, Olli Rehn.

Forsenda fjögur. Til að taka upp evru þurfum við að vera í ESB og semja um að fá aðgang að fordyri myntbandalagsins, EMRII.

Forsenda fimm er sú að í EMRII þurfum við að vera þangað til við uppfyllum Maastricht-skilyrðin um verðbólgju, viðskiptahalla, vexti, skuldsetningu, o.s.frv. Og að auki að vera að lágmarki í EMRII með gjaldmiðilinn þannig að hann sveiflist ekki meira en 15% upp eða niður.

Ergó: Það er því óskhyggja eða þrá eftir hókus pókus lausn að halda því fram að innganga í ESB og upptaka evru sé einhver töfralausn sem geti farið að virka eftir 1-2 ár. Og það er jafn mikil óskhyggja að halda því fram að yfirlýsing um inngöngu og upptöku evru hafi einhver áhrif.

Eina sem hefur áhrif eru raunverulegar aðgerðir sem heimurinn horfir á og þegar við erum búin að sýna staðfestu í nokkur ár þá fer hann að taka mark á okkur aftur.

Egill Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband