11.11.2008 | 19:22
Reykjavík á hálfvirði
Ísland hefur vegna kreppunnar verið mikið í fréttum undanfarnar vikur, yfirleitt í greinum eða fréttum sem flokkast sem miður skemmtileg lesning.
En í ferðahluta Globe and Mail var nýlega grein sem fjallaði um jákvæðar hliðar kreppunnar. Þar kom Ísland líka við sögu, því að ein af jákvæðu hliðum kreppunnar var að nú væri það viðráðanlegt fyrir fleiri að fara til Íslands. Hótel og veitingastaðir væru nú ekki eingöngu á verði fyrir "auðmenn" og von væri á góðum tilboðum hvað varðaði flug.
En í greininni (á síðu 2) má m.a. lesa eftirfarandi:
"The surprise victim of the current downturn is Iceland - where only a few months ago a McDonald's Value Meal cost $15 and a half pint of beer nearly $10. Since then, the banks have crashed and the krona has halved in value. That $10 now gets you two half pints. And getting to Reykjavik is cheaper too, thanks to Icelandair (icelandair.com). From today until March 9, for example, a Toronto-Reykjavik "party weekend" including a flight, two nights at the Iceland Hotel Loftleidir and transfers starts at $845 a person, double occupancy. This spring, Icelandair will be offering flights from Toronto starting at $517.
Stay there Even the top-end 101 Hotel (101hotel.is), once upward of $600 a night, is now a relatively affordable $380. At the Fosshotel Baron or the Fosshotel Lind, both in central Reykjavik, you can save 25 to 30 per cent on weekends and 40 per cent on weeknights with a new last-minute deal - rates will likely be less than $85 a night. "Everything, including accommodation, in Iceland is now about 50 per cent cheaper," says Sif Gustavsson of the Iceland Tourist Board. "
"Last year, dinner at the trendy Fish Market (Adalstræti 12) would have cost you $50. Now, you'll leave just $25 poorer. And at the waterfront seafood restaurant Saegreifinn (saegreifinn.is), a lobster soup that would have cost you $15 last year is now around $8."
Ekki veit ég hvaða helgarferðir það eru sem kosta $845, því að ég best veit er ekki flogið frá Kanada nú yfir háveturinn, en samkvæmt áætlun á flug héðan frá Toronto að hefjast í byrjun apríl, ef ég man rétt.
Mér lýst hins vegar vel flug frá Toronto frá 517 dollurum næsta sumar.
En mér er kunnugt að félög Kanadabúa af Íslenskum ættum eru mörg hver að skipuleggja ferðir til Íslands næsta sumar. Auðvitað til að heimsækja "ættjörðina", en tilgangur ferðanna er líka - og þannig er þær m.a kynntar - til að leggja Íslenskum efnahag lið.
Það er því ekki ólíklegt að býsna stórir hópar Vestur-Íslendinga verði á Íslandi næsta sumar.
Aðrir áfangastaðir sem eru sagðir vera á góðu verði í kreppunni, eru London, New York, Rio De Janeiro og Cape Town.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.