Ég, ég sjálf(ur) og Samfylkingin (lagað)

Ég var að skoða fréttir undanfarinna daga og lesa nokkur blogg, þegar ég rakst á þessa frétt og þennan stórkostlega myndbút sem fylgir henni.

Það verður eiginlega að halda þessu til haga.

Þarna snúast Samfylkingarþingmennirner eins og lúnir vindhanar.  Vita ekki hvað þeir eiga, ætla eða vilja segja.  Þora ekki að kannast við ákvarðanir og tala um sjálfstæðar ákvarðanir Seðlabankans í stýrivaxtaákvörðunum, en þó voru fyrri stýrivaxtaákvarðanir Framsóknarflokknum að kenna.  Þess utan var öllum sem vildu það ljóst að eitt af skilyrðum IMF, yrði vaxtahækkun, án hennar væri samkomulaga afar ólíklegt.

Auðvitað hef ég heyrt um það hvernig bankarnir gerðu öðrum atvinnugreinum erfitt fyrir, með því að soga til sín svo mikið af hæfu starfsfólki.  Ísland var illa haldið af afbriðgi af Hollensku veikinni.

En ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hvað stjórnmálin urðu illa úti.

Einhverra hluta vegna virðist sem að fréttatengingin sem var við þessa færslu hafi rofnað.  Ég reyndi að tengja við fréttina aftur en það virkaði ekki, en þeir sem áhuga hafa á því að lesa og horfa á fréttina ættu að fylgja þessum hlekk.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú gagnrýnir samt ekki sjálfstæðisflokkinn. Sem formaður þess flokk fullyrti að stýrivaxtahækkun hefði ekki verið skilirði fyrir láni. Og maðurinn sem lýgur blákallt framan í almeninng. Hvernig var það ekki kvöldið fræga þegar ekkert var að hjá Landsbankanum þeir Björgúlfur og Geir hittust oft svona á kvöldin og þetta  var ekkert nýtt. Svo er Landsbankinn þjóðnýttur morgunin eftir.

Ómar Már Þóroddsson (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 08:18

2 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn lýgur en hann er sannarlega ekki einn um það samfylking gerir ekki minna af því. Hún situr með þeim í stjórn og svo er undirrótin í flokknum að kenna öllum öðrum um það sem er. Af hverju fer samfylking ekki fram á almennilega rannsókn, getur það verið að það sé ekki alveg slétt og fellt hjá þeim

Guðrún (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 09:11

3 identicon

Ólyginn sagði mér að ástæða þess að dregist hefur að afgreiða lánið frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum sé sú að í fyrstu grein skilmála sjóðsins sé ákvæði um að skipta út stjórn Seðlabankans.

Geir Haarde þorir ekki að hjóla í þann krullaða.

101 (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 11:13

4 Smámynd: Kjósandi

Það er stjórnarkerppa vegna þess að Geir getur ekki tekið ákvarðanir nema fá samþykki fyrir henni frá DO

Það styttist í kosningar því Samfylkingin er orðin mjög ósátt vð samstarfsflokkinn sem er að fara með þjóðina í öngstræti.

Nú ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að byggja upp Breta grílu til að halda flokknum saman. 

Kjósandi, 8.11.2008 kl. 14:09

5 Smámynd: Jóhann G. Frímann

Þetta er skemmtilegt innlegg í umræðuna.

Jóhann G. Frímann, 8.11.2008 kl. 23:15

6 identicon

Hvar er búturinn?

Friðjón (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 02:21

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ómar:  Ég gagnrýni ekki Sjálfstæðiflokkinn í þessarri færslu, hann hefur fengið á sig mikla gagnrýni, suma verðskuldað aðra ekki rétt eins og gengur.  Þessi færsla tekur enda ekki alla fyrir sem gagnrýni eiga skilið.  Ég man þó ekki betur en að í fréttum hafi bæði forsætis og fjármálaráðherra gengist við því að vaxtahækkunin væri hluti af áætlun sem hefði verið gerð og lögð fyrir IMF.  Björgunaraðgerðir eru yfirleitt ekki og eiga ekki að vera ræddar í "beinni" hjá fjölmiðlum.  Þess vegna er ekki hægt að fyrir ráðherra eða aðra slíka að skýra frá því hvað þeir eru að gera þá og þá stundina.  Lífið er ekki "EdTV", stjórnmál eiga alls ekki að vera það.

101:  Það er afar ólíklegt að eitt af skilyrðum IMF sé að Davíð fari frá, þó að ég ætli ekki að fjölyrða um hver skilyrðin eru.  En áætlunin sem lögð var fyrir IMF, sem og sú ákvörðun að leita til sjóðsins var samþykkt samhljóða í bankastjórn Seðlabankans.  En "ólygin sagði mér" og að koma fram undir nafnleysi dæmir sig líklega sjálft.  Því miður er það taktík sem sumir stjórnmálaflokkar virðast nota sem sína baráttuaðferð, hún virðist jafnvel, með aðstoð fjölmiðla, skila ágætis árangri.

Kjósandi:  Þú gleymdir að setja "ólyginn sagði mér", það gerði hins vegar skoðanabróðir þinn hér á undan.  Ef hlustað er á sögusagnir, og mark á þeim tekið hefði þessi ríkisstjórn aldrei orðið til.  Flestir þekkja líklega sögusagnir þess efnis að Davíð hafi verið búinn að "ganga frá" stjórn Sjálfstæðiflokks og VG.  Sú stjórn hafi þegar verið handsöluð á milli Davíðs og Svavar Gests, þegar þessi stjórn kom til sögunnar.

Sögusagnir, eru einmitt það sögusagnir.  Geta verið skemmtilegar og fyrir sumum er jafnvel einhver fótur, en það ber að varast að taka þær of hátíðlegar.

Ég held að réttast væri að kjósa u.þ.b. haustið 2009, eða vorið 2010. Þessi ríkisstjórn hefur góðan þingstyrk og á að geta klárað sig í gegnum þennan skafl.  Ég held að kosningar væru jafnvel líklegar til að auka á vandann ef þær verða of snemma.  Betra væri að reyna að "ná landi" (sjómannamál er svo vinsælt núna) og gefa síðan kjósendum færi á því að dæma og ákveða stefnuna þaðan. 

Friðjón: Fréttatengingin virðist hafa rofnað, og nú gat ég ekki látið hana fylgja fréttinni, en bætti við tengli.

G. Tómas Gunnarsson, 9.11.2008 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband