Víkur nú sögunni að Viðskiptaráðuneytinu

Það er virðist ekki vera mikill vafi á því þegar þetta bréf er lesið að Viðskiptaráðherra (eða fulltrúi hans) sé að lofa því að Íslensk stjórnvöld styrki Tryggingasjóð innlána þannig að hann geti greitt lágmarksbætur, ef illa fari fyrir IceSave reikningunum.

"Support" er ef til vill ekki hægt að segja að sé afdráttarlaust loforð en þó hlýtur að vera eðlilegast að líta svo á að Íslensk stjórnvöld séu að ábyrgjast styrk sjóðsins.

Það er því áríðandi að Viðskiptaráðherra útskýri hvernig þetta bréf kom til.  Var það eftir umfjöllun á ríkisstjórnarfundi, eða var málið afgreitt innanhúss í Viðskiptaráðuneytinu?

Það er líka spurning hver var í viðræðum við Breska Fjármálaráðuneytið, var það ráðherrann sjálfur eða einhver annar?  Um hvað var rætt í því símtali?  Var það eingöngu varðandi IceSave eða vöru önnur mál einnig á dagskrá?

Það er áríðandi að Viðskiptaráðuneytið svari fyrir sig.

P.S.  Spurning er hvort sé ekki rétt að "leka" útskrift" af símafundinum sem bréfið vísar til.  Íslendingar eiga rétt á því að vita hvað um var fjallað.  Það er einnig orðið mikilvægt að efni og efnistök fundarins í byrjun september verði gert opinbert.

 

 


mbl.is Sögðust myndu styðja Tryggingasjóð innlána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband