Þegar bankar taka völdin af seðlabönkum.

Eins og allir þekkja hefur verið mikið rætt um orsakir bankakreppunnar og sýnist sitt hverjum.  Það hefur sömuleiðis verið mikið rætt um "hvað ef þetta eða hitt" hefði verið til staðar.  Hvað ef við hefðum verið í "Sambandinu", hvað ef euroið hefði verið tekið upp.

Auðvitað er ekki hægt að svara þessu, en það getur verið fróðlegt að velta því fyrir sér hvað er að gerast annars staðar.

Á vef sænska blaðsins Dagens Nyheter má lesa fróðlega grein eftir Patriciu Hedelius, en pistillinn er um Baltneskt efnahagslíf og hvernig lánaveislunni sem Sænskir bankar hafa boðið upp á þar er að ljúka.

Pistillinn er það góður að ég tek mér það bessaleyfi að birta hann í heild sinni hér fyrir neðan (Þeim sem eiga erfitt með Sænskuna, bendi ég á http://translate.google.com/translate_t

Hér höfum við lönd sem eru í "Sambandinu", þau ætla að taka upp euroið og eru búin að binda gjaldmiðil sinn við það. 

Þeirra staða er betri en Íslands að einu leiti, bankarnir þeirra eru því sem næst alfarið í erlendri eigu. 

En ástandið er eins og við er að búast ekki gott, gjaldmiðillinn er ofmetinn,  húsnæðisverð er að hrynja, innanlandseftirspurn að skreppa saman og atvinnuleysi eykst hröðum skrefum.  Atvinnuleysið er líklegt að verði langvarandi og erfitt, þar sem það er því sem næst pólítískt ómögulegt að "fella" gjaldmiðilinn og auka samkeppnishæfi innlendra fyrirtækja, sérstaklega útflutningsfyrirtækja.

Mæli með pistlinum sem fer hér á eftir.

"De svenska bankerna har i praktiken tagit på sig rollen att vara centralbanker i de baltiska staterna. En roll som de misskött. I stället för en nödvändig restriktiv penningpolitik har de låtit utlåningen växa med 60-70 procent flera år i rad. Swedbank, SEB och Nordea har tillsammans lånat ut cirka 380 miljarder kronor, en stor del i form av lån i euro.

Estland och Lettland men också Litauen dras nu med ett stort bytesbalansunderskott som byggts upp med hjälp av de lånade pengarna.
Det innebär i praktiken att ländernas import är betydligt större än exporten, en ohållbar situation i längden.

I normala fall skulle de baltiska valutorna tappa i värde. Men eftersom länderna har ambitioner att gå med i det europeiska valutasamarbetet har man fasta växelkurser.
På grund av obalanserna i ekonomin uppskattas nu de baltiska valutorna vara övervärderade med 15 procent.

När tillväxten i utlåningen sjunker mot noll så sinar också källan som finansierar ländernas relativt sett stora import. Många inhemska företag har redan fått problem eftersom efterfrågan sjunker när finansieringen försvinner. Det i sin tur väntas leda till stigande arbetslöshet och en svårare situation för hushållen.

Stigande kreditförluster för bankerna, i det här fallet de svenska, är redan ett faktum men nivåerna kan bli betydligt högre och hålla i sig under flera år när tillväxten stryps medan obalanserna rätar ut sig.

Ett alternativ för Estland och Lettland som har de största problemen är att överge sina fasta växelkurser och devalvera. Men det skulle skapa ett gigantiskt skuldberg eftersom länderna har stora lån i utländska valutor. Även företag och hushåll har lån i andra valutor än den inhemska.

Att skriva ned den egna valutan är därmed i princip en politisk omöjlighet, men risken är stor att Estland och Lettland ändå tvingas devalvera eftersom få andra åtgärder genomförs eller går att genomföra för att komma till rätta med problemen. Den baltiska skuldkrisen hamnar då i de svenska bankernas knä.

Oavsett vilken väg som Estland, Lettland och Litauen går så innebär det kostnader för de svenska bankerna och deras ägare. Men även kunderna i Sverige kan tvingas vara med och betala för de senaste årens utlåningsfest i Baltikum. "


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halldór
26. október, 2008 - 00:17

Aldrei hafa jafnmargir Íslendingar rekið við með öfugum enda á jafnsskömmum tíma.
Gerir virkilega enginn sér grein fyrir því við höfum ríkisstjórn og fjármálayfirvöld SEM EIGA AÐ SJÁ UM AÐ VIÐ SÉUM BÚIN UNDIR SVONA ÁFALL. Því miður er Ísland ekki í stakk búið til að sjá um að fjármálakerfi þjóðanna sé óbrigðult. Þið besservisserar sem eruð í raun ekkert annað en „frustreðarir looserar“ munuð Aldrei koma neinu í verk sem gagnast þessari þjóð, hvorki í mótlæti né meðlæti. Ég hef það á tilfinningunni að fáir sem hér ausa úr brunni visku sinnar og þekkingar Á ENGU, eigi um sárt að binda vegna þeirra hörmunga sem yfir hafa dunið. Ég lagði töluvert undir í von um skjótfenginn gróða. Það voru MíN mistök. Fyrir alla muni ekki taka upp hanskann fyrir mig og mina líka til þess eins að fá útrás fyrir ykkar ímyndaða ágæti og réttlætiskennd. Ef grannt er skoðað þá er megnið af þessum skrifum bull, í besta falli útrás fyrir eitthvað sem er ekki samboðið því sem ætti að vera það eftirsóknarverðasta í tilverunni: mannlega þættinum. Upphaf og orsök gyðingaofsóknanna fyrir síðari heimstyrjöld var nákvæmlega af sama meiði runnið og fárið sem nú dynur yfir Íslenskt þjóðfélag. Í stað þess að standa saman og vinna að lausn erfiðleikanna þá sitjum við hvert í sínu horni og rífum kjaft engum til gagns og örugglega engu til bjargar.

Lifið heil ef þess er nokkur kostur.

Halldór Þorsteinsson (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband