25.10.2008 | 21:55
Vert að hafa í huga
Það er margt sem hlýtur að þurfa að velta fyrir sér þegar kemur að því hvernig rétt sé að haga hlutum á "Nýja Íslandi".
Tvö af þeim atriðum sem vert er að hafa í huga eru:
Ekkert Evrópusambandsland hefur fordæmt eða mótmælt því að Bresk stjórnvöld hafi beitt hryðjurverkalögum gegn Íslandi. Það sama gildir um EFTA löndin. Engum virðist þykja það athugavert að eitt aðildarland EEA (Evrópska efnahagssvæðisins) hafi beitt hryðjuverkalögum gegn öðru aðildarlandi.
Ályktun Evrópusambandsins þar sem Norðurlöndin reyndu að styðja Ísland breyttist verulega í meðförum "Sambandsins" og virtist ef eitthvað er frekar enduróma skoðanir og hagsmuni Breta. Áhrif smáríkja ná ekki í gegn.
Annað sem vert er að hafa í huga að það sama gildir um NATO. Ekkert NATOríki hefur fordæmt eða mótmælt því að eitt NATO ríki hafi beitt hryðjuverkalögum gegn öðru NATO ríki. Það er rétt eins og það þyki sjálfsagt.
Þessi atriði hljóta að vera umhugsunarverð, þegar "Nýja Ísland" hugar að utanríkisstefnu sinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:58 | Facebook
Athugasemdir
Sýnir Bara Að Utanríkisráðuneytið í Umsjá Ingibargar Sólrúnu er gjörsamlega Gagnslaust húr er ekki að vinna sína vinnu frekar en fyrri daginn
kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.