Er ekki rétt að reka flóttann?

Það er auvitað "undarlegt" hvernig þetta afrit af samtali Árna og Darlings hefur komist í fjölmiðla, en það verður ekki fram hjá því litið að þetta er besta vörn sem fram hefur komið fyrir hinn Íslenska málstað.

Sannleikurinn er beitt vopn.  Það sést vel á þeim pól sem sum Bresku blöðin taka nú í hæðina, þegar þú hafa útskrift af samtalinu undir höndum.  Ef þau snúast gegn Bresku ráðherrunum verður það ekkert "elsku Darling".

En það er spurningin hvort að það sé ekki rétt að reka flóttann? 

Er ekki rétt að birta bréfið sem viðskiptaráðuneytið sendi til Breta og vitnað er til í samtalinu?  Ég held að það gæti verið vel þess virði að einhver embættismaðurinn gleymdi því á hentugum stað.

Hvað varðar fundinn sem viðskiptaráðherra átti með "Elskunni" ríflega mánuði áður, þá er erfitt að meta hvort að eitthvað geti betur hafa farið þar, enda breyttist staða bankanna hratt á þeim vikum sem liðu.

En hitt er þó ljóst, að það sem gerðist mánuði áður, getur ekki verið réttlæting á þeirri misbeitingu valds sem Bretar fóru af stað með þegar vika var liðin af október.  Slík röksemdafærsla getur ekki gengið upp í mínum huga.

Það sem Bretar hafa í höndunum, er bréfið frá viðskiptaráðuneytinu og samtalið við Árna Matt.  Út frá því hljóta viðbrögð þeirr að hafa miðast, annað er ekki rökrétt.


mbl.is Furðulegt að samtalið skyldi leka í fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Já hún er mjög trúverðug þessi "hissun" yfir lekanum, segi það nú bara....

Haukur Nikulásson, 25.10.2008 kl. 07:37

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Auðvitað eru menn "hissa", en sannleikurinn hefur svo sannarlega hjálpað okkur, þess vegna held ég að frekari sannleikur geti komið okkur til góða.

G. Tómas Gunnarsson, 25.10.2008 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband