Eins og tár í tómið

Ég hef verið einn af talsmönnum þess að ekki eigi að greiða skuldir Íslensku bankanna.  Ríkið ber ekki ábyrgð á bönkunum og skuldum þeirra.

En þetta vil ég að Íslendingar greiði.  Hér er ekki verið að greiða skuldir Íslensku bankanna, hér er verið að greiða til baka hluta af innlánum sem einstaklingar eiga í Íslensku bönkunum, í þessu tilfelli Landsbankanum.

Á þessum er reginmunur.  Skuldir og innlán, debts og deposits.  Hafa ber í huga að með þessu eru Íslensk stjórnvöld heldur ekki að ábyrgjast eða borga út innlánin, heldur aðeins að borga út þá innlánstryggingu sem sagt er að sé í gildi á Evrópska efnahagssvæðinu (EEA).  Ég veit að uppi er lagaleg túlkun sem gæti minnkað þessa ábyrgð, en ég held að hér eigi Íslendingar ekki að skjóta sér undan.

Hér er um að ræða sparnað Bresks almennings, hinna Bresku "Jóns og Gunnu", almennings sem Íslensk stjórnvöld stigu lofsvert skref til að vernda þegar þau breyttu lögum og settu kröfur innlánseigenda í forgang.  Þeim er sjálfsagt að standa skil á þeirri tryggingu sem nefnd hefur verið (20.000 euro að hámarki).

En lítum á stærðir í þessu sambandi.  Talað er um að til að greiða þessar tryggingar þurfi 3. milljarða punda, rétt tæpa 600 milljarða Íslenskra króna.  Til samanburðar má nefna að talað hefur verið um að skuldir Baugs Group við Íslensku bankanna nemi á bilinu 1 til 2 milljarða punda, eða á bilinu 200 til 400 milljarða Íslenskra króna.  Þessi skuld Baugs Group er auvitað langt í frá einu eignir Íslensku bankanna og verður að teljast afar líklegt að þessir 3. milljarðar punda náist inn við eignasölu og ríflega það.  Samkvæmt breyttu lögunum (sem ég tel að gildi um IceSave reikningana, þar sem þeir voru "chartered" frá Íslandi), væru þessar kröfur hvort eð er í forgangi þegar bú "gamla" Landsbankans verður gert upp.

En þessi upphæð er eins og tár í tómið þegar rætt er um heildarskuldbindingar bankanna.

Til samanburðar má geta að skuldabréf útistandandi á Íslensku bankana eru talin vera um $60 milljarðar, eða lauslega reiknað u.þ.b. 6600, eða ríflega 10 sinnum stærri upphæð.  Þá eigum við eftir að bæta við innistæðum sem fara yfir 20.000 euro, innistæðum sem eru eign annarra en einstaklinga og innistæðutryggingin nær ekki yfir.  Ég hef ekki heyrt neinar tölur um hvað þessi síðasti liður er hár, en ef marka má fréttir eru um að ræða hundruði milljarða Íslenskra króna.

Það eru þessar skuldir sem Íslendingar eiga að standa fastir á að þeir beri ekki ábyrgð á og ætli ekki að greiða, ekki nema að því marki sem peningar kunna að verða til í búi "gömlu" bankanna.  Þar eiga innlán að vera í forgangi, en Íslenska ríkið getur ekki tekið ábyrgð á skuldum bankanna.  Punktur.

Íslendingar hafa verið þátttakendur í Evrópska efnahagssvæðinu í á annan áratug. Þótt að rangt hafi verið af Jóni Baldvini að lýsa því yfir að Íslendingar hafi fengið allt fyrir ekkert, hefur þjóðin notið þess að vera aðili að þessu samstarfi. 

Við þurfum því að fara eftir þeim reglum sem gilda innan svæðisins, t.d. hvað varðar innistæðutryggingar.  Íslenskir bankar spiluðu eftir reglum svæðisins hvað varðaði starfrækslu útibúa í ríkjum svæðisins, og "smáa letrið" segir að það sé ábyrgð Íslendinga.

Hvað Íslendingar gætu unnið með því að fara dómstólaleiðina, til að reyna að komast hjá því að greiða innlánstryggingu, eftir að þeir sjálfir hafa breytt lögum á þann veg að innlán skipi forgang við skiptin, er mér hulið.

P.S.  Ef Bretar hefðu komið með tillögu í þessa átt  í upphafi (að lána og aðstoða Íslendinga við að greiða út innlán) hefði margt skipast á annan veg.  Það versta við það að samþykkja þetta er að "Flash Gordon", kemur út sem súperhetja í Bretlandi.  Hann verður maðurinn sem "went to Iceland and got our money". 

Það er það "brownsædið" á þessum "díl".

 


mbl.is Líkir Bretaláni við fjárkúgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

http://www.dv.is/frettir/2008/10/22/neitid-ad-borga-og-flyjid-land/

Heidi Strand, 22.10.2008 kl. 15:46

2 identicon

Nú skilur maður betur hvernig Þjóðverjum leið eftir Versala samningana nítján hundruð og átján ,en ef ég verð á landinu í næstu kosningum ,þá mun ég kjósa V græna því Steingrímur er þó á lífi og er ekki búinn að gefast upp.bjóst heldur ekki við því, en kannski verða ekki kosningar aftur því málið sé í réttum farveg ,og Björn Bjarna kominn með einkaher,kv Adolf sem mann eftir Versala samningum   

ADOLF (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 16:02

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er margt vitlausara en að leggja land undir fót.  Hreyfanleiki vinnuafls er mikilvægur þáttur í efnahagskerfi heimsins í dag.  Spurninginn er sjálfsagt meira hvert á að halda, það lítur ekki allt of vel um vinnu víðast hvar um heiminn, enda samdrætti spáð víða.  Líklega lítur Noregur einna best út af nágrannalöndunum, en ég er ekki viss um að eftirspurn eftir iðnaðarmönnum, eða fyrrverandi bankastarfsmönnum verði mikil þar.

En skyldi Jónas ætla að flytja?

Þessir samningar um að greiða innlánatryggingu er ekkert í líkingu við Versalasamninga Þjóðverja.  Ef þokkalega tekst til, ættu eignir bankanna gömlu að geta dekkað þetta og vonandi eitthvað meira. Ef það tekst að setja þetta fyrir "aftan" Íslendinga ætti jafnvel að ganga betur að koma eignunum í verð.

Athugið að þessi samningur er ekki nema rétt tvöföld upphæð skulda fjárfestingafélagsins Stoða.  Hugsið um það.

G. Tómas Gunnarsson, 22.10.2008 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband