Eins og efni stóðu til

Þá er það ljóst.  Kom fæstum á óvart að ég tel.  Sjálfur hef ég talið að Ísland hefði átt að hætta við þetta framboð fyrir löngu síðan, bestu hefði verið að þessu hefði aldrei verið fleytt.

En þjóðin getur andað léttar, kostnaðurinn af setu í Öryggisráðinu bætist ekki ofan á allt annað, þó að segja megi að vissulega hafi ríki með atkvæð í ráðinu stundum náð upp í kostnaðinn, jafnvel ríflega.  En slík framkoma er ekki til eftirbreytni eða það hlutskipti sem Íslandi er óskandi.

Næsta örugglega eigum við eftir að heyra að það hafi verið bankakreppan sem hafi komið í veg fyrir að Íslendingar hlutu sætið.  Persónulega hef ég ekki trú á því.  Sjálfsagt bætti hún ekki úr skák, en ég hef enga trú á því að slíkt hafi ráðið úrslitum.

Það var ekki eins og þau lönd sem voru í framboði hafi verið hvítþvegnir englar, samanber árásir Tyrkja á Kúrda fyrir þremur dögum.

Persónulega er ég þeirrar skoðunar að Ísland hefði átt að sjá sóma sinn í því að draga framboð sitt til baka þegar sett voru neyðarlög á landinu um starfsemi Íslensku bankanna.  Íslenskir stjórnmálamenn áttu að lýsa því yfir að þeir hefðu öðrum hnöppum að hneppa.

P.S.  Annar möguleiki eru auðvitað sá að kenna Davíð um þetta tap :-)  Hann var jú utanríkisráðherra í einhverja mánuði.


mbl.is Ísland náði ekki kjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband