Evrópusambandið leggur blessun sína yfir beitingu hryðjuverkalaga gegn Íslandi

Ég get ekki skilið þessa yfirlýsingu á annan hátt en að "Sambandið" leggi í raun blessun sína yfir beitingu Breta á hryðjuverkalöggjöf sinni gegn Íslandi.

Það sér í það minnsta ekki neina ástæðu til að minnast á að slíkt framferði stangist á við lög eða reglugerðir sambandsins, t.d. hvað varðar frjálst fjármagnsflæði.

Hvaða samstöðu hyggst "Sambandið" sýna Íslendingum, og hví þykir því ástæða til að gefa það í skyn að Íslendingar hafi ekki og hyggist ekki standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar?

Mér best vitanlega er það ekki alþjóðlegar skuldbindingar Íslendinga að ábyrgjast erlendar skuldir bankanna.  Innistæðutryggingar eru vissulega annað mál, en mig rekur ekki minni til þess að Íslensk stjórnvöld hafi gefið til kynna að við þær yrði staðið af fremsta megni.  Þess vegna var lagabreyting sú sem gerð var um forgang sparifjáreigenda svo mikilvæg.

Enn og aftur sýnir "Sambandið" hverjir ráða ferðinni þar.  Það eru "Flash Gordon" ásamt leiðtogum stóru ríkjanna.  Smærri ríkin (sem mörg hver eru afar hliðholl Íslendingum) hafa þar lítið að segja.

 


mbl.is Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viggó H. Viggósson

Sæll Tommi, já þetta er verulega snúin yfirlýsing fer í hring og endar sem rætin aðdróttun, eins og þú bendir réttilega á þá má túlka hana sem stuðning við aðgerðir Jarps og darlíngnum hans.

Viggó H. Viggósson, 16.10.2008 kl. 22:36

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Rétt skilið hjá þér, G. Tómas. ESB og UK líta eflaust á þetta sem fordæmi og forsmekk þess sem verða skuli og þar með leyfist Íslendingum ekki að sleppa því að greiða t.d. krónubréfin til baka til erlendu bankanna. Það var nóg með að borga vextina yfir tíðina, en að borga bréfin sjálf líka er fullmikið af hinu góða.

Ívar Pálsson, 16.10.2008 kl. 22:44

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég verð að viðurkenna að ég átti ekki von á miklu úr þessarri átt, en var þó að vonast eftir varlega orðaðri ályktun, eitthvað í þá átt að hvetja þjóðir heims til setja ekki steina í götu alþjóðlegs fjármagnsflæðis, eða að hvetja í hófsemi í samskiptum þjóða.

En ekkert slíkt er að finna, ég get ómögulega túlkað yfirlýsinguna á annan hátt heldur en að lýst sé yfir stuðningi við aðgerðir Breta, en það eina sem Íslendingar "fá" er:  Okkur þykir leiðinlegt að það skuli ganga illa hjá ykkur.

Ég held að þetta hljóti að verða til þess að all margir Íslendingar endurskoði afstöðu sína til "Sambandsins".

G. Tómas Gunnarsson, 16.10.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband