16.10.2008 | 18:27
Lög og reglur verða að gilda
Það er með eindæmum að lesa og heyra hvernig Evrópskir bankar leyfa sér að haga sér gagnvart Íslendingum.
Margir virðast taka krók á sig til að gera Íslendingum erfiðara fyrir. Viðurstyggilegast er framferði Breta, en fleiri gera hvað þeir geta til að gera Íslendingum erfiðara fyrir og þar með erfiðara að rísa upp og standa við skuldbindingar sínar.
En ein af grunnstoðum "Sambandsins" og EES (EEA) er fjórfrelsið svokallaða, þar á meðal frjáls flutningur fjármagns.
En þessi lög og þessar reglugerðir virka ekki.
Réttlætið sem Íslendingar finna í "Sambandinu" er réttlæti hins sterkari.
"Sambandinu" kemur það ekki við þegar eitt aðildarríki hins Evrópska efnahagssvæðis beitir hryðjuverkalögum gegn öðru aðildarríki.
Þeim kemur það ekki við að margir Evrópskir bankar virðast frysta Íslenska fjármuni. Með hvaða lagabókstaf veit ég ekki, eða hvort að hér er einfaldlega lögleysi á ferðinni, en "Sambandinu" kemur þetta ekki við.
Á næstu árum hljóta Íslendingar að þurfa að endurskoða samskipti sín við þessar þjóðir og reyna að byggja viðskipti sín á breiðari grunni, reyna að draga úr mikilvægi Evrópu í viðskiptum. Vissulega hægara sagt en gert, en það hlýtur flestum að vera ljóst að á slíka "vini" er lítt treystandi.
Ef ekki er hægt að treysta á að lögum sé framfylgt er illa komið fyrir samstarfinu. Íslendingar geta ekki átt sitt undir því að lög og reglugerðum sé framfylgt, eða ekki framfylgt eftir duttlungum einstakra ríkja eða einstakra manna.
Hryðjuverkalögin skemma fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Styrkja verslun við Rússa Kanada og klára fríverslunarsaminginn við Kína. Við þurfum ekki að hafa ahyggjur af því að mannorð okkar verði að eilífu glatað því þegar við komumst aftur á lappirnar munu allir vilja versla við okkur aftur. Græðgin og peningaásoknin er nefnilega alltaf söm við sig.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 16.10.2008 kl. 21:07
Það er alveg rétt að Íslendingar þurfa að leggja nótt við dag að leita nýrra viðskiptavina, bæði innan Evrópu og utan.
Ég tek undir með þér Jón að aukin viðskipti við Rússa, Kína og hingað til Kanada væru tvímælalaust af hinu góða.
En það þarf að leita fanga víðar, bæði í Asíu, S-Ameríku og þá er ég að meina bæði hvað varðar inn og útflutning.
Það er líka rétt hjá þér að þegar stormurinn er genginn yfir verða margir sem vilja versla við Íslendinga, enda skiptir til lengri tíma litið eru viðskipti viðskipti.
Það er hins vegar ljóst að Íslendingar þurfa að dreifa utanríkisviðskiptum sínum víðar og minnka vægi Evrópu og sérstaklega Bretlands.
G. Tómas Gunnarsson, 16.10.2008 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.