Ég tek ofan hatt minn

Í gegnum tíðina hef ég lesið ýmislegt eftir Eirík Bergmann.  Líklega hef ég oftar en ekki verið ósammála honum, en tek þó fram að ég hef lesið eftir hann ýmislegt sem hefur verið mér til gagns.

Ég er heldur ekki sammála öllu því sem hann skrifar í þessum greinum, þó að flest geti ég tekið undir, en það er gjarna svo.  En greinarnar eru settar fram æsinglausan máta og á góðu skiljanlegu máli og eru í heildina góðar.

En á hátíðisstundum stærum við Íslendingar okkur af því hve vel menntuð þjóðin sé.  Við stöndum í fremstu röð í heiminum, eigum frábæra vísinda og fræðimenn sem standi vel í samanburði þjóðanna.

Því ætla ég ekki að mótmæla, en hvað margir af okkar velmenntuðu fræðimönnum stóðu upp og vörðu Ísland, nú þegar þörfin var líklega meiri en oft áður?  Reyndu að útskýra okkar málstað og halda uppi vörnum? 

Í fljótu bragði verð ég að viðurkenna að ég hef bara rekist á einn, Eirík Bergmann og finnst mér það vera honum til mikils virðingarauka.

Og tek ofan hatt minn fyrir honum.

P.S.  Mér finnst ótrúlegt að sjá allar kviksögurnar um andúð, eða illa meðferð á Íslendingum sem sumir Íslenskir fjölmiðlar virðast njóta þess að birta.  Ég get fullyrt að þeir sem ég hef hitt hér í Toronto hlakka ekki yfir óförum Íslendinga, mikið frekar finnst mér ég finna fyrir samúð í okkar garð.  Auðvitað voru engir "Íslenskir" innlánsreikningar hér.  Ef ég er spurður reyni ég að útskýra málið eins vel og mér er unnt, þó að ég ætli ekki að dæma um hversu gott það er.

En Íslendingar þurfa að styrkja vörnina.  Hver og einn spilar mikilvæga rullu þar.


mbl.is Fjögur hundruð bloggfærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband