Að axla ábyrgð

Það er mikið rætt um ábyrgð á Íslandi þessar vikurnar. Líklega er þó mest rætt um skort þess að menn axli hana.

Þó bar svo við fyrir nokkru að fram steig kona og lýsti því yfir að hún bæði þjóðina afsökunar og sagði sig jafnframt úr bankaráði Seðlabankans.

Ekki fylgdi sögunni hvernig hún taldi sig hafa brugðist trausti og trúnaði þjóðarinnar og ég gat ekki séð að nokkrum fjölmiðli dytti í hug að spyrja hana þeirrar einföldu spurningar.  Ég fór því að leitaði á netinu  að því hvert ábyrgðarhlutverk bankaráðsins væri reyndi að finna út úr því í hverju konan hefði þá brugðist.

Þegar ég las yfir lögin um bankaráð Seðlabankans þá gat mér ómögulega dottið nokkuð í hug sem að bankaráðið hefði í staðið sig í stykkinu með.

Auðvitað ráðið ábyrgð, til dæmis á því að bankstjórnin fari að lögum, en varla er bankaráðsmaðurinn fyrrverandi að meina að hún hafi ekki staðið sig hvað það varðar, því þá hlyti hún að hafa skýrt almenningi frá því?

En á hverju var hún að biðjast afsökunar?

Hitt er svo annað mál, að þó að ekkert banni það í lögunum, má vissulega deila um það hvort að heppilegt sé að starfsmenn ráðuneyti sitji í bankaráði Seðlabankans, en bankaráðsmaðurinn fyrrverandi var ráðinn til Félagsmálaráðuneytisins á yfirstandandi kjörtímabili.

En hér fyrir neðan má sjá hluta af lögum um Seðlabanka Íslands, en þau má finna í heild sinni á vef bankans.

26. gr. Kjósa skal bankaráð Seðlabanka Íslands að loknum kosningum til Alþingis. Bankaráð skipa sjö fulltrúar kjörnir hlutbundinni kosningu af Alþingi ásamt jafnmörgum til vara. Eigi má kjósa stjórnendur eða starfsmenn lánastofnana eða annarra fjármálastofnana sem eiga viðskipti við bankann til setu í bankaráði. Umboð bankaráðs gildir þar til nýtt bankaráð hefur verið kjörið. Láti bankaráðsmaður af störfum tekur varamaður sæti hans þar til Alþingi hefur kosið nýjan aðalmann til loka kjörtímabils bankaráðsins.
Bankaráð velur formann og varaformann úr eigin röðum. Ráðherra ákveður þóknun bankaráðs sem greidd er af Seðlabankanum.
27. gr. Formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands kallar bankaráð saman til fundar. Ætíð skal þó halda bankaráðsfund þegar tveir bankaráðsmenn óska þess. Fundur bankaráðs er ályktunarhæfur ef meiri hluti bankaráðs situr fund. Afl atkvæða ræður úrslitum við afgreiðslu mála. Falli atkvæði jafnt ræður atkvæði formanns. Á fundum bankaráðs skal halda gerðabók.
Bankastjórar sitja fundi bankaráðs og taka þátt í umræðum. Þeir skulu þó víkja af fundi ef bankaráð ákveður.
28. gr. Bankaráð hefur eftirlit með því að Seðlabanki Íslands starfi í samræmi við lög sem um starfsemina gilda. Bankastjórn skal jafnan upplýsa bankaráð um helstu þætti í stefnu bankans og um reglur sem hann setur. Að öðru leyti skal bankaráð sérstaklega sinna eftirtöldum verkefnum:
   a. Staðfesta tillögur bankastjórnar um höfuðþætti í stjórnskipulagi bankans.
   b. Ákveða laun og önnur starfskjör bankastjóra, þ.m.t. rétt til biðlauna og eftirlauna og önnur atriði sem varða fjárhagslega hagsmuni þeirra.
   c. Hafa umsjón með innri endurskoðun við bankann og ráða aðalendurskoðanda.
   d. Staðfesta starfsreglur sem bankastjórn setur um undirbúning, rökstuðning og kynningu ákvarðana í peningamálum, sbr. 24. gr.
   e. Staðfesta reglur sem bankastjórn setur um umboð starfsmanna bankans til þess að skuldbinda bankann, sbr. 23. gr.
   f. Staðfesta kjarasamninga við starfsmenn bankans, fjalla um reglur um lífeyrissjóð þeirra og staðfesta skipun fulltrúa í stjórn hans þegar svo ber undir.
   g. Staðfesta tillögu Seðlabankans til forsætisráðherra um reglur um reikningsskil og ársreikning bankans, sbr. 32. gr.
   h. Veita forsætisráðherra umsögn um reglugerð um framkvæmd einstakra þátta laga þessara þegar svo ber undir, sbr. 39. gr.
   i. Staðfesta ársreikning bankans, sbr. 32. gr.
   j. Staðfesta áætlun um rekstrarkostnað bankans sem bankastjórn leggur fram í upphafi hvers starfsárs.
   k. Hafa eftirlit með eignum og rekstri bankans og staðfesta ákvarðanir um meiri háttar fjárfestingar.
   l. Staðfesta reglur sem bankastjórn setur um viðurlög í formi dagsekta, sbr. 37. gr.
   m. Staðfesta reglur sem bankastjórn setur um heimild starfsmanna bankans til setu í stjórnum stofnana og atvinnufyrirtækja utan bankans, sbr. 25. gr.
   n. Staðfesta starfsreglur sem bankastjórn setur um varðveislu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er alveg rétt, sjálfsgagnrýni er af hinu góða.  Það sem ég er hinsvegar að tala um er að ég get ekki séð á nokkurn hátt að bankaráðskonan fyrrverandi hafi brugðist þeim skyldum sem lög um bankaráð Seðlabankans leggur henni á herðar.

Hins vegar ber þess að gæta að hún (eins og allir aðrir bankaráðsmenn) er skipuð þangað á pólítískum forsendum og mér sýnist hún nota afsögn sína sömuleiðis í pólítískum tilgangi.

Hvort að það ber vott um heilbrigði og sé öðrum til eftirbreytni, efast ég um, en auðvitað verður hver að dæma um það fyrir sig.

G. Tómas Gunnarsson, 15.10.2008 kl. 05:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband