Það eru ennþá mikil verðmæti í Íslensku bönkunum

Það eru ennþá gríðarleg verðmæti í Íslensku bönkunum.  Ennþá gríðarlegur upphæðir sem er hægt að ná inn til að standa á móti innlánum og jafnvel eitthvað meir.

Hér er selt fyrir tæpa 18 milljarða, og enn er jafnstór hlutur eftir.  Það er gríðarleg vinna framundan við að kortleggja og koma eignum í verð.  Auðvitað er árferði til sölu ekki gott, en fer þó vonandi heldur að skána.

Þegar rykið sest er líklegt að staðan sé ekki eins slæm og hún lýtur út fyrir að vera.  Auðvitað á mikið eftir að tapast, en þyngslin sem leggjast á ríkissjóð og almenning verða vonandi ekki eins slæm og margir virðast reikna með.

En það má heldur ekki flana að neinu, ekki selja kröfur á óeðlilegu verði, ekki hlaupa til eftir kviksögum.  Ekki hlaupa í fangið á kaupahéðnum sem koma á einkaþotum og vilja kaupir skuldir fyrir 10% eða minna.

Það er býsna merkilegt að sjá til dæmis hvernig fréttir af Baugi hafa þróast í fjölmiðlum.  Fyrst virtist vera reynt að ýta undir ótta að fyrirtækið færi í þrot, yrði jafnvel þjónýtt.  Íslenska ríkið myndi tapa öllum sínum kröfum.  Hugsanlegt væri að fyrirtækin myndu ekki öll opna á mánudag.

Nú er þjóðnýtingin ekki lengur rædd, fyrirtækin störfuðu öll eðlilega á mánudag.  Baugur er búinn að ráða fyrirtæki sér til aðstoðar við endurskipulagningu, hugsanlega reiknað með að til greiðslustöðvunar komi.

En það eru líka komnir fleiri aðilar til sögunnar sem vilja kaupa skuldir Baugs.  Tiltrúin á fyrirtækinu virðist vera einhver.+

Ef það er satt að með þessum skuldum nái sá sem þær á að stjórn á fyrirtækinu, eins og sést hefur haldið fram í fjölmiðlum, hlýtur að vera eftir drjúgu að slægjast.  Það hlýtur að vera meira en 20 - 30 milljarða virði að hljóta slíkt hnoss.

Skoðið eignalistann.


mbl.is Kaupþing selur 10% hlut í Storebrand
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband