Hverjum er um að kenna? - Leitin að sökudólgunum

Í fjölmiðlum á Íslandis virðist leit að sökudólgunum, þeim sem eiga sök á fjármálastorminum sem skekur Ísland standa yfir að fullum krafti.

Lýðskrumarar og "töfralausnamenn" búsúna um að það sé þessi eða hinn, þetta eða eða hitt sem ekki var gert og/eða ofgert og þeim hefur fjölgað dag frá degi sem sáu þetta allt fyrir.

Fljótlega munu þeir spretta fram sem vöruðu við þátttöku Íslendinga í Evrópska efnahagssvæðinu, enda er það á grundvelli þess sem Íslensk fjármálafyrirtæki störfuðu erlendis að stóru leyti.  Áður en EES kom til sögunnar, hefðu fjármálafyrirtæki þurft að kaupa þarlend fyrirtæki, eða stofna dótturfyrirtæki, en ekki getað stofnað útibú frá sinni Íslensku starfsemi.

Það var eftir lögum "Sambandsins" sem hinir Íslensku bankar störfuðu.  Ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki nógu vel til þess hvernig ábyrgð á eftirliti er skipt á milli, heimalandsins og "gestalandsins", en verð að viðurkenna að mér þykir skrýtið ef fjármálafyrirtæki geta starfað óáreitt, án þess að fjármálaeftirlit viðkomandi "gestalands" hafi með því eftirlit og fylgis með starfsemi þess.

Auðvitað er aðild Íslands að EES ekki rót vandans, ekki frekar en svo margt annað sem bent hefur verið á undanfarna daga.  Þetta er reyndar ekki verri sökudólgur en hvað annað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

En hverjir voru það sem settu frjálshyggjulögin á Íslandi?

Hverjir eru það sem eiga að sjá til þess að gjaldmiðill þjóðarinnar, krónan, sé nothæf í viðskiptum?

Hverjir voru það sem bönnuðu bönkunum og stófyrirtækjunum að gera ársreikninga sína upp í evrum eða öðrum nothæfum gjladmiðli?

Hverjir eiga að sjá til þess að alltaf sé til nægur gjaldeyrir í landinu?

Hverjir eiga að sjá til þess að gegni krónunnar sé í jafnvægi?

Hverjir voru það sem eyðilögðu orðstýr íslensku þjóðarinnar með þjóðnýtingunni á Glitni fyrir tæmup 2 vikum?

Svona gætum við haldið lengi áfram að telja.  En það er alveg rétt hjá þér að útrásarvíkingarnir héldu sig innan laganna. Beiðni þeirra um að fá að gera upp í evrum var neitað.  Fyrirtækin stóðu á ónýtum grunni sem heitir króna. Það þarf hvorki lýðskrumara eða töfralausnamenn til að sjá það.

Dunni, 10.10.2008 kl. 21:57

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er alger misskilningur að á Íslandi hafi gilt einhver sérstök frjálshyggjulög.  Reyndar hygg ég að lög þau sem giltu á Íslandi hafi ekki verið verri en þau sem gilda enn þann dag í dag í Bretlandi.  Það er nokkuð um liðið síðan ég las grein sem fjallaði um það hve mikið af viðskiptum heimsins hefði verið að flytjast til Bretlands, vegna þess hve frjálst og lítið íþyngjandi lagasetning væri þar.  Þess vegna hefði mikið af hlutabréfaviðskiptum og gjaldeyrisviðskiptum flusts til Bretlands, t.d. frá New York.

Það hefur enginn bannað stórfyrirtækjum að gera upp í euroum. Ýmis fyrirtæki gera það.  En það gilda hins vegar lög um slíkt, sem fyrirtækjum fer að fara eftir.  En það er engin töfralausn að gera upp í euroum.  Það er þau góð lausn fyrir þau fyrirtæki sem eiga mestan hluta viðskipta sinna í euroum.  Slíkum fyrirtækjum er það heimilt.

Stjórnvöld geta ekki ábyrgst að alltaf sé til nægur gjaldeyrir í landinu.  Hitt er að þau eiga og starfrækja gjaldeyrisvarasjóð til vara sem þau og gera.

Hvað er jafnvægi á gengi krónunnar?  Auðvitað hlýtur gengi að ráðast eftir framboði og eftirspurn.

Fyrirhuguð kaup hins opinbera á 75% af hlutafé Glitnis, eyðilagði ekki orðstý Íslensku þjóðarinnar.  EF til vill má segja að það hafi lyft lokinu af ormatunnunni.

Hvers vegna voru fyrirtækin ekki farin úr landi, t.d. eingöngu með móðurfyrirtæki, ef Íslensk lög voru óaðgengileg fyrir fyrirtækin/bankana.

G. Tómas Gunnarsson, 10.10.2008 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband