Áhyggjur af Öryggisráðinu

Það blæs ekki byrlega fyrir Íslandi þessa dagana.  Ekkert virðist ganga upp, allt stefnir niður og enginn vill lána Íslendingum fé.  Smá von virðist þó að Rússar kunni að lána okkur nokkur milljón euro.

Eins og við manninn mælt spruttu upp álitsgjafar hér og þar um landið og lýstu yfir með áhyggjufullri röddu að þetta gæti skaðað framboð okkar til Öryggisráðs SÞ.

Já, hvílíkt og annað eins.  Að einhver skuli voga sér að stefna framboðinu í voða.

Auðvitað eiga Íslendingar að lýsa því yfir að við þeir sækist ekki lengur eftir sætinu.  Hefðum betur aldrei fengið þessa flugu í höfuðið.

Þjóð sem varla ræður við sjálfa sig, á ekkert erindi í Öryggisráðið.  Þjóðin hefur líka annað við peninginn að gera.

Nú sem aldrei fyrr er nauðsyn að taka til í ríkisrekstrinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband